Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 48
Tímarit Máls og menningar
Þetta er orð að sönnu. Svo til all-
an skáldferil sinn hefur Halldór átt í
stöðugum orðaskiptum við landa
sína, er sumir hverjir dýrkuðu hann,
aðrir voru fullir beygs og andúðar.
Þetta minnir nokkuð á skipti Strind-
bergs við sænsku þjóðina. Þessi sam-
skipti hafa þó verið miklu áhrifarík-
ari og umfram allt miklu umfangs-
meiri hvað Halldór snertir, þar eð
bókmenntaáhugi — og reyndar einn-
ig stjórnmálaáhugi — er miklum mun
almennari á íslandi en í flestum stöð-
um öðrum. Það er í raun og veru
erfitt að hugsa sér ísland síðustu
þrjátíu fjörutíu árin án Halldórs
Kiljans Laxness. Það hlýtur að vera
skáldi bæði örvandi og hvetjandi að
eiga svo lifandi samskipti við þjóð
sína.
í ræðu sinni á nóbelshátíð gerir
Halldór af skiljanlegum ástæðum
mikið úr samlyndi þessara skipta,
mikil áherzla er réttilega lögð á hinn
sameiginlega bókmenntaarf. En því
ber þó ekki að leyna að orðaskipti
höfundar og þjóðar hans hafa oft
verið blandin heift og beiskju og
fremur snúizt um stjórnmálalega og
þjóðfélagslega hlið skáldskapar hans
en hina listrænu og bókmenntalegu.
Brotakennd skyndiupprifjun verka
hans fyrir viðtöku nóbelsverðlauna
getur — ef línurnar eru einfaldaðar
— gefið nokkra hugmynd um við-
kvæm deiluefni. Jafnframt getur þetta
yfirlit verið svo sem til skýringar á
hinum nýju dráttum í þróun hans
sem rithöfundar.
í hinum miklu skáldsögum frá
tímabilinu 1930-40 — um fiski-
stúlkuna Sölku Völku, einyrkjann
Bjart í Sumarhúsum og skáldið og
sveitarómagann Ólaf Kárason — eys
Halldór tveim höndum úr brunni ís-
lenzks raunveruleika og samtíðar.
Hér er að finna harða þjóðfélags-
gagnrýni sem á uppruna sinn í sósí-
alistískri lifsskoðun höfundar. í þeim
fjölmörgu tækifærisgreinum er hann
birti í blöðum og timaritum jafn-
framt skáldsögunum, gætir ögrandi
árása, smitandi bjartsýni og bjarg-
fastrar trúar á framtíð íslenzku þjóð-
arinnar. Hér birtist Halldór í gervi
hagsýns þjóðaruppalanda og um-
bótamanns, mjög í mun að gera þjóð
sína alla að þátttakanda í tækniþró-
un nútímans. Skáldrit hans voru oft
lesin á íslandi í einhliða ljósi hinna
opinskáu ádeilna í ræðu og riti frá
sama tíma. Það er kannski skiljan-
legt þótt hið illkvittna háð um menn
og málefni — stundum einungis ó-
verulega dulbúið — ætti auðvelt með
að skyggja á kímni, samúð og til-
finningahita frásagnarinnar í augum
íslenzkra lesenda. Margir hinna í-
haldssamari og hægfara landa skálds-
ins töldu sig greinilega hafa orðið
fyrir árásum hans, meðan hinir rót-
tækari fylktu um hann liði sem leið-
toga alþýðunnar á komandi tímum.
Aratugurinn 1930—40 var í Evr-
38