Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 59
Halldór Laxness á krossgötum
skyldi færa til með 15 handtökum
eftir fastákveðinni óreglulegri að-
ferð, „og þótti honum og konungi
þetta vera fáséð og fallegt og brostu
að, er ég var að ljúka koffortinu upp
á hallargólfinu, en í staðinn fyrir
lykil gaf ég prinsinum forskrift til
að geta lokið því upp og læst“ (bls.
72). Bóndinn naut einnig þeirrar á-
nægju að sjá aftur hest sinn. Bæði
konungurinn og „allt þetta góða og
göfuga fólk“ kom til að skoða hest-
inn er hann var leiddur að hallardyr-
unum: „og þótti þá konungi og öll-
um merkilegt að sjá, að sá rauði
þekkti mig þarna eftir 2 ár; að
minnsta kosti gat hvorki mér né öðr-
um sýnzt annað“ (bls. 71). Konungs-
fólkið gaf Eiríki mynd af sér og
svaraði Eiríkur þá þegar í stað í
sömu mynt: „Gaf ég því svo öllu
myndir af mér aftur, sem það tók við
með ljúflyndi og bað mig að skrifa
nafn mitt á þær þar, sem ég gjörði“
(bls. 72).
Það er barnalegur þokki í þessari
frásögn sem í efnismeðferð getur
minnt eilítið á svipaðar kringum-
stæður í íslendingasögum: íslenzkur
alþýðumaður frammi fyrir norræn-
um konungi. Hér er sama eðlilega
virðingin, sama sjálfsagða tilfinn-
ing þess að allir séu jafnbornir. Svip-
aðir eiginleikar setja svip á alla
ferðasöguna. Eiríkur veitir viðtöku
öllu framandi er hirtist honum í út-
löndum með opnum og óráðvilltum
augum og segir síðan frá því blátt
áfram af óbrigðulli hlutlægni, af
sjónarhóli íslenzks bónda.
Hins vegar varð Eiríkur Ólafsson
smám saman gripinn efa um ákveðin
atriði í lúterskri barnatrú sinni. Hann
las af tilviljun bók eftir vin sinn,
mormónann Þórð Diðriksson: Að-
vörunar og sannleiksraust, 1879. Fyr-
ir áhrif þessarar predikunar og vegna
haturs þess og fyrirlitningar er hon-
um virtist mæta mormónum, þá lét
hann skírast til kenningar þeirra, á-
samt konu sinni og dóttur. Hann
fluttist einnig til Utah þar sem þegar
hafði myndazt ofurlítil íslenzk ný-
lenda; kona hans andaðist á leið-
inni yfir meginland Ameríku. Um
þetta skrifar Eiríkur í Annarri lítilli
ferðasögu, 1882. Að nokkrum hluta
gerir hann grein fyrir ýmsu er hann
veitli athygli á sjóferðinni og í hinu
nýja landi — „nokkur orð um ýmis-
legt veraldlegt“ (Eiríkur á Brúnum,
bls. 130), eins og hann kemst að
orði: Nokkur orð um Niagara-foss-
inn í Ameríku, lýsing á nýrri járn-
braut, um ullarmaskinarí, um launa-
kjör o. fl. Að öðrum hluta gerir
hann grein fyrir trúargrufli sínu og
þrætum um rétta notkun biblíunnar
við íslenzka presta og aðra landa.
Röksemdafærsla hans í þessum mál-
um ristir að vísu ekkert fjarskalega
djúpt; hún einkennist af eins konar
barnalegri einföldun, en einnig af ó-
tvíræðri sannleiksást. Meira virði, að
4 TMM
49