Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 66
Tímarit Máls og menningar tilkalls sem skoðanabræður gerðu til hans. Jafnvel sjálfboðaliðveizla hans hefur kannski á nokkurn hátt verið honum sem fjötur um fót, að minnsta kosti sem friðarspillir í sköpunar- starfi. Það er eðlilegt að gera ráð fyrir að honum hafi löngu verið ljós tvíhyggjan, eigum við að segja fjand- skapur milli sköpunarstarfs hans og stjómmálabaráttu. Og þegar hann nú virðist hafa sagt skilið við póli- tíska fortíð sína, þá stafar það sjálf- sagt ekki af því að hula hafi skyndi- lega fallið frá augum hans. Sízt af öllu er hægt að kalla hann hrekklaus- an eða auðtrúa. í rauninni hefur Halldór á öllum ritferli sínum eftir að hann komst til þroska sem höfundur látið í ljós mjög svo gagnrýna og tor- tryggna afstöðu gagnvart viður- kenndum skoðunum og hugsunar- hætti — enda þótt þetta hafi fremur birzt í þversagnakenndum en íhug- uðum yfirlýsingum. En fylgi hans við sósíalismann — eins og á sínum tíma við kaþólskuna — hefur ef til vill síð- ur byggzt á bjargfastri sannfæringu en þörfinni fyrir slíka sannfæringu, þörf fyrir alheimskerfi, þörf fyrir drauminn um fyrirheitna landið. Þegar draumurinn rætist ekki ell- egar reynist vera blekking, þegar von- brigðin hafa orðið nægilega mikil, þá hefst andstaðan. Viðskilnaðurinn er árangur langrar innri baráttu sem tæpast skilur eftir sig nein ytri um- merki. Þessvegna getur hann virzt skyndilegur og dramatískur í augum annarra. í þessu sambandi vekur athygli að frá og með Skáldatíma (1963) hættir Halldór að setja nafnið Kiljan á titil- blöð bóka sinna. Allt frá því hann tók sér þetta nafn írsks píslarvottar við kaþólska skírn í klaustrinu Saint Maurice de Clervaux í Luxemburg sjötta janúar 1923 hefur hann blátt áfram gengið undir nafninu Kiljan meðal landa sinna. í viðbæti (1963) við orðabók Sigfúsar Blöndals (1920 —24) er tekið upp lýsingarorðiðM;- anskur, „hprende til el. lignende Hall- dór Kiljan Laxness.“ Aðminnstakosti einn íslenzkur ritdæmandi Skálda- tíma, Gunnar Benediktsson í Þjóð- viljanum 17/11 1963, vakti athygli á því — þó athugasemdalaust — að velþekktur hluti nafns höfundarins væri horfið: „fyrrverandi Kiljan.“ Hugsanlegt er að skýra megi niður- fellingu þessa nafns eftir fjörutíu ára notkun á þá lund, að hann nú um síð- ir hafi viljað losa sig við auðsæjan vitnisburð um hollustu sína við vold- ugt trúarkerfi. Þetta undanhald á trú- arsviðinu virðist þó afstaðið löngu fyrr. Ut frá vissu sjónarmiði og fljótt á litið má segja að sósíalisminn hafi á ameríkuárunum 1927—29 leyst kaþólskuna að því er virðist sársauka- laust af hólmi sem hugðarefni, mað- urinn er settur í brennipunkt í stað guðs. 56
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.