Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 66
Tímarit Máls og menningar
tilkalls sem skoðanabræður gerðu til
hans. Jafnvel sjálfboðaliðveizla hans
hefur kannski á nokkurn hátt verið
honum sem fjötur um fót, að minnsta
kosti sem friðarspillir í sköpunar-
starfi. Það er eðlilegt að gera ráð
fyrir að honum hafi löngu verið ljós
tvíhyggjan, eigum við að segja fjand-
skapur milli sköpunarstarfs hans og
stjómmálabaráttu. Og þegar hann
nú virðist hafa sagt skilið við póli-
tíska fortíð sína, þá stafar það sjálf-
sagt ekki af því að hula hafi skyndi-
lega fallið frá augum hans. Sízt af
öllu er hægt að kalla hann hrekklaus-
an eða auðtrúa.
í rauninni hefur Halldór á öllum
ritferli sínum eftir að hann komst
til þroska sem höfundur látið í
ljós mjög svo gagnrýna og tor-
tryggna afstöðu gagnvart viður-
kenndum skoðunum og hugsunar-
hætti — enda þótt þetta hafi fremur
birzt í þversagnakenndum en íhug-
uðum yfirlýsingum. En fylgi hans við
sósíalismann — eins og á sínum tíma
við kaþólskuna — hefur ef til vill síð-
ur byggzt á bjargfastri sannfæringu
en þörfinni fyrir slíka sannfæringu,
þörf fyrir alheimskerfi, þörf fyrir
drauminn um fyrirheitna landið.
Þegar draumurinn rætist ekki ell-
egar reynist vera blekking, þegar von-
brigðin hafa orðið nægilega mikil,
þá hefst andstaðan. Viðskilnaðurinn
er árangur langrar innri baráttu sem
tæpast skilur eftir sig nein ytri um-
merki. Þessvegna getur hann virzt
skyndilegur og dramatískur í augum
annarra.
í þessu sambandi vekur athygli að
frá og með Skáldatíma (1963) hættir
Halldór að setja nafnið Kiljan á titil-
blöð bóka sinna. Allt frá því hann tók
sér þetta nafn írsks píslarvottar við
kaþólska skírn í klaustrinu Saint
Maurice de Clervaux í Luxemburg
sjötta janúar 1923 hefur hann blátt
áfram gengið undir nafninu Kiljan
meðal landa sinna. í viðbæti (1963)
við orðabók Sigfúsar Blöndals (1920
—24) er tekið upp lýsingarorðiðM;-
anskur, „hprende til el. lignende Hall-
dór Kiljan Laxness.“ Aðminnstakosti
einn íslenzkur ritdæmandi Skálda-
tíma, Gunnar Benediktsson í Þjóð-
viljanum 17/11 1963, vakti athygli á
því — þó athugasemdalaust — að
velþekktur hluti nafns höfundarins
væri horfið: „fyrrverandi Kiljan.“
Hugsanlegt er að skýra megi niður-
fellingu þessa nafns eftir fjörutíu ára
notkun á þá lund, að hann nú um síð-
ir hafi viljað losa sig við auðsæjan
vitnisburð um hollustu sína við vold-
ugt trúarkerfi. Þetta undanhald á trú-
arsviðinu virðist þó afstaðið löngu
fyrr. Ut frá vissu sjónarmiði og fljótt
á litið má segja að sósíalisminn hafi
á ameríkuárunum 1927—29 leyst
kaþólskuna að því er virðist sársauka-
laust af hólmi sem hugðarefni, mað-
urinn er settur í brennipunkt í stað
guðs.
56