Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 73
nefnt heilagur maður“, auk þess „eins
og Jesús Kristur í sjón“ (sbr. Skal-
dens hus 1956, hls. 483).
Hugsanlega hefur enn ein klausa í
grein Þórbergs haft áhrif á samningu
Jóns í Branðhúsum. í lok ádeilu sinn-
ar getur hann þess að „hvítasunnu-
söfnuðurinn“ umhverfis Halldór —
þ. e. a. s. dyggir fylgjendur hans;
sjálfur segist Þórbergur vera „gamall
kunningi Halldórs og aðdáandi í
mörgum greinum, þó utan safnaðar“
— „hangir uppi prestlaus og ruglað-
ur í guðspjöllunum“ (bls. 178) eftir
pólitískar játningar foringjans. Þetta
er ástand vonbrigða og ráðvillu, svip-
að því sem gerir vart við sig hjá
Andris og Filpusi. Það væri blátt á-
fram hugsanlegt að þessi athugasemd
Þórbergs hefði gert sitt til að móta
sjálfa umgerð sögunnar. Þetta guð-
fræðilega orðalag birtir í hnotskurn
myndina af lærisveinunum er liafa
misst meistara sinn.
Ef þessi endurspeglun ádeilu Þór-
bergs er ekki hrein ímyndun heldur
kemur í raun og veru fram í sögu
Halldórs, þá er hér gott dæmi þess
hversu furðulega og leynilega þræð-
ir hugmyndatengslanna vefjast sam-
an í sköpun skáldverka. En slíkar at-
huganir hljóta jafnan að vera næsta
tilviljunakenndar og ófullkomnar. Og
varla leggja þær neitt sérstakt af
mörkum til skilnings á grundvallar-
hugsun verksins.
Halldór Laxness á krossgötum
7
Síðasta sagan í Sjöstafakverinu,
sem ber heitið Fugl á garðstaurnum,
tekur á sinn hátt til meðferðar vanda-
málið sem tengt er skoðanafylgi og
trú. Að þessu sinni er sögusviðið ís-
lenzk sveit, dregið orðfáum, ofurlítið
fornlegum dráttum. Gamall maður að
nafni Knútur liggur banaleguna og
er sóttur heim af hreppstjóra, oddvita
og presti. I þeirri samræðu er fylgir
kemur í ljós að sá gamli er gamalgró-
inn mannhatari. Arfleiðsluskrá sú er
hann nú vill gera á umfram allt að
geyma fyrirmæli þess efnis að eldur
skuli lagður í bæinn um leið og hann
sjálfur er borinn út. Hann „flutti
híngað bakvið ásana til að verða laus
við fólk“. Og tilvísun gestanna til
barna hans í fjarlægum sveitum ná
ekki að ntilda hug hans: „Þegar börn
eru hætt að vera börn eru þau einsog
hvert annað ókunnugt fólk“ (Sjö-
stafakverið, bls. 177).
Ámóta lítið innir hann eftir vin-
um. Þegar presturinn heldur því fram
að Knútur sé í félagi við aðra menn
sem mælandi vera, þá andmælir karl:
„Ekki get ég að því gert þó ég sé mæl-
andi, segir karlinn. Mér er eingin
launúng á því að ég tel mannamál til
leiðinda í veröldinni. Þessvegna bor-
aði ég ntér útúr“ (bls. 178). Með
fyrstu orðum manneskjunnar ein-
hvern tíma í fyrndinni hófst einnig
lygin: „Ég nenni ekki að hlusta á
ruglið í fólki. Mér er skapraun að
63
L