Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 73
nefnt heilagur maður“, auk þess „eins og Jesús Kristur í sjón“ (sbr. Skal- dens hus 1956, hls. 483). Hugsanlega hefur enn ein klausa í grein Þórbergs haft áhrif á samningu Jóns í Branðhúsum. í lok ádeilu sinn- ar getur hann þess að „hvítasunnu- söfnuðurinn“ umhverfis Halldór — þ. e. a. s. dyggir fylgjendur hans; sjálfur segist Þórbergur vera „gamall kunningi Halldórs og aðdáandi í mörgum greinum, þó utan safnaðar“ — „hangir uppi prestlaus og ruglað- ur í guðspjöllunum“ (bls. 178) eftir pólitískar játningar foringjans. Þetta er ástand vonbrigða og ráðvillu, svip- að því sem gerir vart við sig hjá Andris og Filpusi. Það væri blátt á- fram hugsanlegt að þessi athugasemd Þórbergs hefði gert sitt til að móta sjálfa umgerð sögunnar. Þetta guð- fræðilega orðalag birtir í hnotskurn myndina af lærisveinunum er liafa misst meistara sinn. Ef þessi endurspeglun ádeilu Þór- bergs er ekki hrein ímyndun heldur kemur í raun og veru fram í sögu Halldórs, þá er hér gott dæmi þess hversu furðulega og leynilega þræð- ir hugmyndatengslanna vefjast sam- an í sköpun skáldverka. En slíkar at- huganir hljóta jafnan að vera næsta tilviljunakenndar og ófullkomnar. Og varla leggja þær neitt sérstakt af mörkum til skilnings á grundvallar- hugsun verksins. Halldór Laxness á krossgötum 7 Síðasta sagan í Sjöstafakverinu, sem ber heitið Fugl á garðstaurnum, tekur á sinn hátt til meðferðar vanda- málið sem tengt er skoðanafylgi og trú. Að þessu sinni er sögusviðið ís- lenzk sveit, dregið orðfáum, ofurlítið fornlegum dráttum. Gamall maður að nafni Knútur liggur banaleguna og er sóttur heim af hreppstjóra, oddvita og presti. I þeirri samræðu er fylgir kemur í ljós að sá gamli er gamalgró- inn mannhatari. Arfleiðsluskrá sú er hann nú vill gera á umfram allt að geyma fyrirmæli þess efnis að eldur skuli lagður í bæinn um leið og hann sjálfur er borinn út. Hann „flutti híngað bakvið ásana til að verða laus við fólk“. Og tilvísun gestanna til barna hans í fjarlægum sveitum ná ekki að ntilda hug hans: „Þegar börn eru hætt að vera börn eru þau einsog hvert annað ókunnugt fólk“ (Sjö- stafakverið, bls. 177). Ámóta lítið innir hann eftir vin- um. Þegar presturinn heldur því fram að Knútur sé í félagi við aðra menn sem mælandi vera, þá andmælir karl: „Ekki get ég að því gert þó ég sé mæl- andi, segir karlinn. Mér er eingin launúng á því að ég tel mannamál til leiðinda í veröldinni. Þessvegna bor- aði ég ntér útúr“ (bls. 178). Með fyrstu orðum manneskjunnar ein- hvern tíma í fyrndinni hófst einnig lygin: „Ég nenni ekki að hlusta á ruglið í fólki. Mér er skapraun að 63 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.