Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 76
Tímarit Máls og menningar Nema hvaS konan missir áttanna og villist æ lengra burt frá bænum. Hún lendir uppi á fjalli, ráfar þar heila nótt, verður gegnvot og skeinir fætur sína í klungri, sér alls kyns furðusýnir, hnígur örmagna í svefn upp að vörðu. Hún vaknar með sól- skin í augum og fyrir neðan hana liggur græn sveit við fjörð — hinum megin við fjallið. Hún klöngrast nið- ur fjallshlíðina og knýr dyra á næsta bæ. Þar ílendist hún, snýr aldrei aft- ur til „sinna“ þriggja móðurlausu barna, þó að faðir þeirra komi með söðulhest í vikunni eftir „villuna“ til að sækja hana og segi: „Við færum saman rúmin okkar þegar þú kemur, og ef þú vilt skal ég kalla á prestinn“ (bls. 124). Gömlu hjónin á hænum þar sem hún lenti eiga nefnilega son, Guðval- eníus, „talinn vera með stærstu og hættulegustu fábjánum sem uppi hafa verið á Vestfjörðum“ (bls. 123); hann bíöur jafnan færis að drepa foreldra sína. Það kemur nú í ljós að enginn — „hvorki skyldur né vanda- laus“ (bls. 124—125) — hefur slíkt lag á Guðvaleníusi sem konan úr sveitinni handan fjallsins. Hún telur það vera það minnsta sem hún getur gert fyrir þetta vingjarnlega fólk sem hefur tekið á móti henni eftir villuna miklu, að hjálpa þeim til með fábján- ann eins lengi og þeim er aufúsa á því. „Nú eru þau laungu dáin og ég sit uppi með hann Guðvaleníus ein“ (bls. 124). Það er gamla konan sjálf sem tuttugu árum síÖar segir frá úr- slitareynslu sinni. Hún skrifar „þetta fátæktarskrif“ (bls. 122) til mann- kynsins um villuna sem guð í náð sinni nefur leitt hana í og henni virðist hið eina er réttlæti fæðingu hennar í þennan heim. Bæn hennar í upphafi sögunnar lýkur með þessum orðum: „Þú teygðir mig að heiman og ég fann aldrei veginn heim aftur og ekki heldur neitt ljós og ekkert nema þig sem hefur skapað myrkur sálar minnar þar sem ég hvíli örugg af því það ert þú að eilífu amen“ (bls. 101—102). Bein tenging við einkunn- arorðin úr riti Thomasar a Kempis — eða réttara sagt við umritun einkunn- arorðanna er hæfir aðstæðum — er á áhrifastundu í frásögn konunnar. Hún hefur hnigið örmagna til jarðar, örn virðir hana fyrir sér af kletti skammt frá. Hún hefur sætt sig við að deyja og er að baksa við að koma saman bæn til frelsarans: Takk fyrir öll þau kvöld sera ég fór að hátta þreytt og hallaði mér að koddanum mínum heima og sofnaði án þess að vera slitin af emi. Og takk fyrir kvöldið í kvöld sent ég halla mér uppað vörðu á fjalli og fer að sofa í þoku og verð slitin af erni (bls. 121). Eftir björgunina lofar hún frelsar- ann á nýjan leik fyrir að hafa leitt sig í villu og valið til „að fljúgast á við voðalegasta fábjána á Vestur- 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.