Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 83
í andstöðu við þetta og af greini-
legri samúð gerir höfundur síðan
grein fyrir hinni innlendu frásagnar-
hefð eins og hún birtist í Brekkukoti:
Sögnrnar eru margar, en þær áttu flestar
sammerkt í einu, þær voru sagðar öfugt við
þá aðferð sem við kendum við danska
rómani; líf sögumanns sjálfs kom aldrei
málinu við, þaðanafsíður skoðanir hans.
Söguefnið eitt var látið tala ... Sagan sjálf
lifði svöl og upphafin sérstöku lífi í blóra
við frásögnina, laus við mannaþef, dálítið
eins og náttúran, þar sem höfuðskepnurn-
ar ráða einar öllu (bls. 71—72).
Lengi hefur mátt greina hjá Hall-
dóri að hann stefnir frá huglægum
streymandi og hugmyndabundnum
stíl í átt til hlutlægs, fasts og „af-
skiptalauss“ stíls. Verk á borð við fs-
landsklukhuna og í enn ríkara mæli
Gerplu — með sagnfræðilegum mó-
tífum og í föstum tengslum við ís-
lenzka frásagnarhefð — eru góð
dæmi um þessa viðleitni til epískrar
hlutlægni — (um þessa stílþróun sjá
Skaldens hus, hls. 518 og áfram). En
nokkur endanleg lausn slíkra stíl-
vandamála kemur trúlega sj aldan fyr-
ir, ekki einu sinni hjá einstökum höf-
undum. Hreinræktuð „huglægni“ eða
„hlutlægni“ eru í þessu sambandi ein-
ungis teóretískir pólar í eins konar
andstæðuhlutfalli. í framkvæmd, í
starfi skáldsins, verður sífellt að velja
sérstaka leið milli „huglægni“ og
„hlutlægni“.
Hjá Halldóri hafa þessi vandamál
verið ofarlega á baugi, einnig upp á
Halldór Laxness á krossgötum
síðkastið, ekki hvað sízt í sambandi
við hugleiðingar hans um helztu hug-
myndakerfi nútímans. Hér mætti til-
færa svar lians við spurningu frá
ameríska tímaritinu Books Abroad
varðandi vandamál skáldsögunnar.
Svarið er dagsett í Feneyjum í sept-
ember 1957 og birtist í vorheftinu
1958:
I consider myself — and have been
characterized — as an epic-writer, if yon
know what that is. In my opinion, telling a
story abont the great things that have taken
place in the world is inherent in hnmanity
and will never be outmoded. The art of
teiling a story in the right way is indeed
one of the most difficidt things imaginable.
The great bulk of modem novel-writing is
some sort of sickening subjectivist expec-
toration which has iittle to do with telling a
story of „the great things that have taken
place in the worid“. If anything could be
passé by nature, the hysterical, alcoholic,
erotomaniacal etc. profession that passes
for story-telling nowadays, in an out and
out psychopathic age, would certainly be
the most passé of all known genres of litera-
ture. Being the product of the day it does
not even outlive the day. There is no reason
to be sorry for the „downgrading“ of this
nauseating trash that calls itself modern
novel-writing. But the difficult epic way of
facing a subject — or an object, if you
will — shall never become outmoded nor
„downgraded" (Gjömíngabók, hls. 185).
I þessari eitruðu árás á nútíma-
skáldsöguna tekur maður eftir ásök-
uninni um ýmiss konar huglægni. í
grein frá 1962 sem áður er getið hér,
er vikið nánar að orsökum þessarar
73