Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 89
Halldór Laxness á krossgötum
sem óhjákvæmilegt skilyrði sköpunar.
Ýmis sjónarmið gagnvart starfi
skáldsins spegla sömuleiðis augljós
og meðvituð tengsl við hina sígildu
íslenzku sagnritunarhefð. Það gildir
um formlega hlið verksins, svo sem
orðfæð og hnitmiðun engu síður en
sjálfa afstöðuna til efnisins: fjarlægð-
ina, hina köldu hlutlægni, afneitun
hvers kyns boðunar skoðana.
11
Ef til vill væri rétt að reyna hér að
sýna hvernig Halldór í einstökum til-
vikum Iítur á skáldverk sín eftir 1960.
Gott dæmi gætu verið nokkrar bréf-
legar athugasemdir um Prjónastoj-
una Sólina, dagsettar 27/4 1964. Hall-
dór kveður yfirleitt ekki auðvelt að
vita „hvað segja skuli um jafnóor-
jjódoxa Ieikritagerð einsog mína“.
Það er fjöldi hluta sem „vantar“ —
eða sem fólk álítur vanta — í verkið.
Meðal annars hafnar höfundurinn,
ekki hæðnislaust, tilraunum ýmissa
ritskýrenda til að finna einhvers kon-
ar táknakerfi í atburðarásinni. Að
þessu leyti gat ég tekið ádrepuna að
nokkru leyti til mín þar sem ég — að
vísu með mestu varkárni — hafði
þótzt sjá uinfangsmeiri merkingu
bak við sérstæða atburðarás verksins
og persónuskipun (Sbr. Stickateljén
Solen, bls. 28 og áfram). En annars
virðist innlenda gagnrýnin einkum
hafa kallað fram þessi svör hans:
Líka er skiljanlegt, að inargur útfarinn
bókmentamaður finni sig knúðan að búa
til einhvern táknfræðilegan lykil að verk-
inu til þess að ná út úr því einhverjum
heimssögulegum skilníngi, í vonunt þess að
í verkinu kunni eftilvill að finnast einhver
siðferðileg útskýring, eða jafnvel lausn, á
vandamálum tímans. Hitt kynni að vera
erfiðara að koma auga á það litla horn af
heiminum með tilheyrandi manngerðum
og atburðum etc., sem þetta sérlega leiksvið
og „tími“ þess takmarkast af. Eg tók eftir
því heima á Islandi, að eftir því sem menn
voru hámentaðri samkvæmt okkar tíma og
stálslegnari í bókmentum, þeim mun tor-
veldara eða jafnvel gerómögulegra varð
þeim að meta verkið eða botna yfirleilt
nokkurn skapaðan hlut í því. Það lá við
að ýmsir slíkir ágætismenn blátt áfrant
emjuðu af líkamlegum kvölum útaf öllu
því sem þeim þótti vanta í verkið — á sama
hátt og t. d. ákaflega þyrstur maður mundi
gera ef honum væri borinn harðfiskur að
drekka: fyrir utan alt annað, þá vantar t. d.
íyrst og fremst vatn í harðfiskinn.
Halldór bendir einnig beinum orð-
uin á tvær hliðar nútímamenningar
sem hann telur hafa gert áhorfendum
— og þá líklega fyrst og fremst hin-
unt menntuðu — erfitt um vik að til-
einka sér verk á borð við Prjónastof-
una Sólina átakalaust:
Ef hinsvegar ætti að telja upp það sem
vantar í jietta leikrit, en sleppa því að
skifta sér af því sem er þar, þá virðist ntér
einkum tvent skifta meginmáli af þeim ó-
endanlega mörgum hluturn sem ekki er þar
að finna. Það sem „vantar“ í þetta leikrit,
Prjónastofuna, eru tvær höfuð„ídeólógíur“
sem menntun okkar nútímamanna, liugsun-
arháttur og viðhorf við heiminum rísa á
öðru freniur, einkum og sérílagi á Vest-
79