Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 92
Tímarit Máls og menningar
sennilega gert á öllum tímum en
fremur af eðlishvöt og óskipulega.
Það sem bætzt hefur við á okkar tím-
um er að þetta viðhorf hefur fengið
svip ákveðinnar aðferðar, grundvall-
arreglu, heimspeki — maður gæti
freistazt til að segja ídeólógíu.
Á sinn hátt hefur Halldór á síðasta
þróunarskeiði sínu með öðrum orð-
um verið hluti af straumum nútíma-
bókmennta. Ef til vill er í einhverjum
atriðum hægt að gera ráð fyrir beinu
sambandi. En trúlega er næsta erfitt
að henda reiður á slíkum tilvikum.
í öllum aðalatriðum eiga stefnubreyt-
ingar hans sér forsendu og fullgóðar
orsakir í eigin fortíð, kannski ekki
hvað minnst í þátttöku hans í ís-
lenzkri menningarhefð.
Þótt rökfærslur skáldsins í bók-
menntalegum efnum hafi haft fólginn
í sér brodd gegn alls konar „ídeó-
lógíum“ upp á síðkastið, ber ekki um-
svifalaust að skilja það svo sem hann
sé á leiðinni að einangra sig frá
þjóðfélagsumræðum og afsala sér á-
byrgð á því sem er að gerast í ver-
öldinni. Hin ástríðufulla vinna í
þágu listsköpunar öðlast fyllingu í
öflugri meðvitund þess að listin lifir
og hrærist mitt í þjóðfélagslegum og
pólitískum veruleika. Síðast hefur
Halldór komið orðum að trúarjátn-
ingu sinni í litlu verki á dönsku, enn-
þá óprentuðu, um Svavar Guðnason
málara (f. 1911). Að vísu fjallar
þessi klausa eftir orðanna hljóðan
um myndlist, en það er tæpast mis-
notkun að láta hana taka til listar
yf irleitt:
Ilvor det bærer hen i kunst overhodet
kan vi ikke sige med bestemthed. En ny
codex indenfor modeme malerkunst har
endnu ikke udkrystalliseret sig. Mange be-
stræbelser ude i verden synes at lide under
frustrering og mismod, generel kulturel af-
slappelse, galgehumpr og demoralisation
som finder sit triste udtryk blandt andet i
en foreteelse som poppen: en haablps op-
givelse ikke bare af kunstmoral men af alle
principper og positioner indenfor kunst; en
adspredelse for soldater som er bestemt til
at slaas for verdens undergang. Situationen
er ikke ny. Mennesker har været i den fpr.
Glem aldrig at verden er ikke skabt endnu,
den er ved at skabes; vi er en del af en
proces. Mens politikeme spger at afsted-
komme verdens undergang tager kunsten
parti for verdens skabelse. Saadan har det
været, saadan er det endnu (Vélritað hand-
rit, bls. 26).
Orðin vitna um ógeð á vissum fyr-
irbærum í listalífi samtímans, en eng-
an veginn um neina uppgjöf fyrir
hönd listarinnar. Þau virðast rituð af
manni sem trúir á tilgang hennar og
framtíð sem skapandi afls í tilveru
okkar.
Njörður P. Njarðvik íslenzkaði.
(Greinin birtist upphaflega i norska bók-
menntatímaritinu Edda 1967, bls. 297—
343).
82