Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 104
Timarit Máls og menningar
ganga, nema þá tómleikanum og rudda-
skapnum, sem á bak við þau sjálf liggur.
Svo er það í vetur, að úthiutunarnefnd
listamannalauna slysaðist til að setja Guð-
berg hjá, þegar hún útdeildi náðargjöíurn
sínum. Þá varð mikið Ramakvein, og mun
einna hæst hafa látið í málgagm sósíal-
ismans, enda er það blað helgað þeim
hugsjónum, sem margur hefur fórnað lífi
sínu fyrir. Nú vildi svo til, að hjá var
einnig settur Kristján nokkur frá Djúpa-
læk, sem allra manna mest hefur gert að
því að skenkja æsku landsins þjóðlega og
vel gerða dægursöngva á skemmtitundum
og auk þess mörg kvæði, sem hafa hlotið
einróma lof gagnrýnenda. En það snart
ekkert raddfæri þessa blaðs. Aumingja
hlessaður Þjóðviljinn minn. Megi allar
góðar vættir styrkja hann og styðja á veg-
um hins góða, fagra og fullkomna.
í vetur tók útvarpið upp það nýmæli að
láta umræður um bókmenntir fara fram
að morgni annars hvors sunnudags. Þetta
eru góðar umræður og gefa fyrirheit. í
umræður þessar voru einkum valdir bóka-
gagnrýnendur, svo sem sjálfsagt virðist.
En jafnan gætti þar meir þægilegs rabbs
en umræðna, sem væru til undirstöðu að
skilningi á umræddum bókum. Bækurnar
þrjár, sem getið er í þessari grein, voru
ræddar í þessum þáttum. Þegar ég hef
nú lesið þessar bækur, þá uppgötva ég,
hve rangar hugmyndir ég fékk um þær út
frá umræðunum, — nema eina: sögurnar
hennar Svövu. Um þá bók töluðu heldur
ekki ncinir bókmenntasérfræðingar, heldur
bara ung kona og sálfræðingur.
94