Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 106
Tímarit Máls og mcnningar
arfi getur flutt hvaða hámenningu sem er, hún getur með öðrum orðum tjáð allan heim-
inn. En slíkt getur mállýzka ekki gert.“ Það hlýtur að vera eitt af helztu markmiðum
menningarviðleitni á íslandi að aftra því að íslenzkan verði aðeins mállýzka i þeim skiln-
ingi sem Gramsci talar um, — að koma því til leiðar að þeir sem eiga hana að móður-
máli þurfi ekki að búa við takmarkaðan, stirðnaðan og úreltan skilning á heiminum.
Þó ekki nema svo sem 1200—1500 af félagsmönnum Máls og menningar sýndu útgáfu
hins nýja flokks áhuga í byrjun, þá ætti framhald hans og efling að vera tryggt.
Útgája Heimskrínglu. í síðasta hefti Tímaritsins var getið tveggja bóka sem Heimskringla
mun gefa út á þessu ári, Ævisögu Skúla Thoroddsens, fyrra bindis, eftir Jón Guðnason,
og ritgerðarúrvals Skúla Guðjónssonar, Það sem ég hej skríjað ...
Þá kemur út á þessu ári fjórða bindi af Shakespeare-þýðingum Helga Hálfdanarsonar.
I því bindi eru þrjú leikrit eins og í hinum fyrri, Allt í misgrípurn (The Comedy of
Errors), Anton og Kleópatra og Vindsórkonurnar kátu. Ætlunin er að gefa út fimmta
og síðasta bindið á næsta ári, en í því verður Ys og þys út af engu (Much Ado about
Nothing) og loks Hamlet, Danaprins, en safninu lýkur á ritgerð um Shakespeare eftir
Helga Hálfdanarson.
A þessu ári eru liðin 150 ár frá fæðingu Karls Marx, þess nianns sem einna dýpst
og varanlegust spor hefur markað í andlega og pólitíska sögu tuttugustu aldar. En þó að
sósíalisminn hafi verið afl í íslenzku stjórnmálalífi í hálfa öld hefur íslenzkur almenn-
ingur átt ógreiðan aðgang að ritverkum Marx og Engels. Það verður því að teljast til
tíðinda að Heimskringla gefur út nú í haust Úrvalsrit Marx og Engels í tveimur all-
stórum bindum. I fyrra bindinu verða meðal annars endurprentuð þau rit sem áður hafa
komið á íslenzku: Kommúnistaávarpið, Þróun sósíalismans, Launavinna og auðmagn,
Uppruni fjölskyldunnar; þá eru þar ritin Laun, verð og gróði eftir Marx og Ludwig
Feuerbach og endalok klassísku þýzku heimspekinnar eftir Engels, kaflar úr Auðmagn-
inu og nokkrar smærri greinar. I síðara hindinu fer mest fyrir þremur höfuðritum Marx
um byltingar 19. aldar, um frönsku byltinguna 1848: Stéttabaráttan í Frakklandi 1848—
1850, um stjómlagarofið 1851: Átjándi brumaire Lúðviks Bónaparte, og um kommúnuna
1871: Borgarastríðið í Frakklandi. Dálítið úrval af bréfum Marx og Engels er einnig birt í
báðum bindunum.
96