Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 25
Hjalað vi<5 Medeu
því í grísku er hér einatt haft orðið deras eða deros og þaS merkir fremur
skinn en reyfi; pankrýson deras, segir Evrípídes, hiS algullna skinn.
HvaS er nú þetta gullna skinn? HvaS hugSist Jason fyrir, þá er hann
fór til Kolkislands og vann þar mesta frægS? HvaS stendur á þessu skinni?
Ég hef þaS semsé fyrir satt aS lesöndum mínum fari eins og mér, heyri þeir
minnzt á skinn, þá komi þeim óSara bókfell í hug. Hví mundi guS annars
láta skinn vaxa á skepnunum, ef hann ætlaSi þaS ekki lærdómsmönnum til
bókagerSar?
Og aS vísu hafa aSrir menn á undan oss látiS aS sér hvarfla aS hér sé
í raun réttri átt viS skinnbók, og hafi tilhjálp Medeu einmitt veriS sú aS
segja Jason til í torráSnum letrum ættlands síns, og var honum þess reyndar
ekki vanþörf, fávísum manni vestan af Hellulandi og lítt máli förnum.
Á býzanskri orSabók frá 9ndu öld, Súdas sem svo er nefnd, stendur viS
orSiS deras aS gullskinn þaS eSa reyfi sem Jason sótti til Kolkis hafi í raun-
inni veriS mikil bók og skrifuS fögrum letrum, og hafi þar staSiS saman
sú fræSi sem gullgjörSarlist kallast. Og sömu sögu er aS lesa í slitrum þeim
sem til eru úr annálum Jóhannesar frá Anþekju, grísks sagnaritara á 7ndu
öld. ViS þetta bætast nokkur óskýr orS hjá leiSsagnarmanni vorum Apollóní-
usi frá RoSey, þau aS eyjarskeggjar í Ey varSveiti ritningar fyrri manna og
sé þær skrifaSar á steinstólpum; og virSist einna helzt ætlandi aS hér sé átt
viS nokkurskonar leiSarvísi eSa uppdrátt lands og vega. Og héSan hefur
§íSan einstaka þjóSrækinn maSur í Georgíu þózt mega skilja aS til hafi
veriS kolkneskar bækur eSa georgiskar löngu fyrir daga kristins dóms.
En hversu mikiS sem vér vildum nú til vinna aS eiga mál Medeu á bókfelli,
þó ekki væri nema kverskjáta um gullgjörSarlist, eSa jafnvel aSeins vega-
uppdráttur á steinstöpli, þá verSum vér þó hér því miSur aS lúta í lægra
hald og láta oss lynda aS hvergi er til nokkur urmull af þvílíkum fræSum;
og reyndar virSist ekkert benda til þess aS neitt hafi veriS ritaS á kartvelskum
málum fyrir kristnitöku.
Hjá Georgíumönnum, svo sem einnig hjá Ermlendingum, eru upptök leturs
og ritaSs máls runnin frá kristnum siS; og svo hefur þetta efunarlaust veriS
hjá Ölbunum einnegin, en þessar eru þær Kákasusþj óSir sem vér nú vitum
til aS hafi átt sér bókmenntir aS fornu. Til eru þó í Georgíu töflur letraSar
arameisku letri, en þær eru á persnesku máli.
Georgía var aS sögn bóka hafin úr heiSnum dómi á dögum Konstantíns
keisara í MiklagarSi, eitthvaS 330 árum eftir Krists burS. Þá kvaS Níno
helga hafa snúiS konunginum í Mtschetu, höfuSstaS Kartlíu, til kristinnar
15