Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 5
Adrep
ur
Árið 1979 var eitt hefti TMM tileinkað börnum á barnaári. í ár er að vísu ekki
„unglingaár", en þetta tímaritshefti minnir á að unglingar hafa líka sitthvað að
segja sem fullorðnum veitir ekki af að hlusta á.
„Unglingaljóðin" á víð og dreif í heftinu eru sýnishorn af því sem krakkarnir í
8. og 9. bekk ÁP í Hlíðaskóla ortu að lokinni tveggja vikna yfirferð yfir ljóð
samtímaskálda. Linda Vilhjálmsdóttir er líka námsmaður. Védís, sem segir frá
kynnum sínum af Unglingaheimilinu, vinnur um þessar mundir við fisk-
vinnslu, en hyggur á frekara nám í Danmörku í haust. Dúkristur á forsíðu og
inni í heftinu eru eftir unglinga í Myndlistarskólanum, Hrafnhildi Harðardótt-
ur, Ernu Báru Hreinsdóttur og Hörð Gunnarsson.
Guðrún Bjartmarsdóttir, höfundur greinarinnar um álfa og huldufólk,
stundar nám í íslenskum bókmenntum á kandídatsstigi. Aðra höfunda þarf vart
að kynna.
S. A.
Asdís Skúladóttir
Hvað verður um kökukvöldin?
Það var snemma í vetur að ég öslaði snjóinn út í skóla einn hér í bæ. Þar var
boðið til kökukvölds af einum ellefu ára bekk ásamt foreldraráði hans og kenn-
ara.
Pabbar og mömmur streymdu inn með börnin sín og fangið fullt af kökum
og allskyns krásum.
Þegar búið var að dekka veisluborðið buðu börnin upp á fjölbreytta
skemmtidagskrá sem þau höfðu undirbúið ásamt kennara sínum. Þarna var
ljóðalestur, spurningaleikur, frumsamið leikrit, söngleikrit, sögulegt leikrit,
pönkhljómsveit o. fl. o. fl. Allir krakkarnir í bekknum komu fram á einhvern
máta. Það var stórkostlegt að sjá hvað þau voru glöð, frjálsleg og laus við sviðs-
ótta, greinilega ekkert hrædd við að láta hugmyndaflugið fljúga rétt eins og því
bara þóknaðist. Það var svo sannarlega ekki búið að drepa sköpunargleði
þessara barna.
Á eftir skemmtiatriðum var dúndrandi „diskótek" og foreldrar og börn dill-
uðu sér í dansi milli þess sem úðað var í sig hnallþórum og yndislegum heitum
eplakökum.
251