Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 9
Svavar Gestsson
Þörf samstöðu — brýnni en fyrr
Það var um áratugaskeið einkenni á allri starfsemi þeirra sem í öndverðu
stofnuðu til þessa tímarits og Máls og menningar að þeir lögðu áherslu á
samvinnu og samstarf þeirra sem saman eiga: Baráttan gegn fasismanum kallaði
á samfylkingu, baráttan gegn auðvaldinu kallaði á samfylkingu, baráttan fyrir
sjálfstæði þjóðarinnar hvatti til samstöðu — einnig með þeim sem ella áttu enga
samleið á vettvangi stjórnmála. Baráttan fyrir því að varðveita sjálfstæði
þessarar þjóðar birtist einnig með þessum hætti — þannig að sósíalistar tóku
saman við atvinnurekendur og lögðu grundvöll að nýsköpun atvinnuveganna
sem aftur voru undirstaða sjálfstæðis og forsenda þjóðlegrar þróunar andspæn-
is ameríkanismanum og útsendurum hans um árabil. Þessi áhersla á samstöðu
þeirra sem saman eiga í hverjum áfangastað sjálfstæðisbaráttunnar og stéttabar-
áttunnar skilaði miklum ávinningi; sumpart sigrum, en stundum varnarsigrum
þegar við stóðum í stað en tókst að verjast framrás afturhaldsins og ameríkan-
ismans. Þessi samstaða skilaði sífellt betri árangri eftir að kalda stríðinu lauk og
eftir að Alþýðubandalaginu tókst að koma fram sem einingarbandalag þeirra
sem vilja berjast gegn afturhaldinu á félagslegum forsendum og þjóðlegum
grunni. Þessi samstaða kom vel fram í forsetakosningum 1968 þar sem þjóðleg
öfl sameinuðust um kjör Kristjáns Eldjárns. Þessi samstaða kom fram í
myndun vinstristjórnarinnar 1971 sem tryggði útfærslu landhelginnar, sagði
upp nauðungarsamningunum við Breta og Vestur-Þjóðverja og bætti stórlega
öll lífskjör í landinu, einkum elli- og örorkulífeyrisþega. Þessi víðtæka
samstaða birtist í stéttastríðinu 1977 þegar opinberir starfsmenn og aðrir
launamenn sameinuðu krafta sína í kröfugerð sem skilaði árangri í niðurstöð-
um kjarasamninga. Sérstaklega varð þó þessi einingarviðleitni sterk í
varnarbaráttunni gegn ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar — til dæmis í aðgerð-
unum 1. og 2. mars 1978 eins og við munum. Hápunkti náði svo samstarfsvilji
þessara afla í kosningabaráttunni 1978 þegar Alþýðubandalagið vann stórfelld-
an kosningasigur sem virtist geta boðað tímamót í íslenskum stjórnmálum;
íhaldið féll í Reykjavík eftir hálfa öld og ríkisstjórn helmingaskiptaflokkanna,
íhaldsins og framsóknar, tapaði fjölda þingsæta.
Og hvað hefur síðan gerst? Reykjavík hefur breyst. A valdatíma íhaldsins
flýðu atvinnufyrirtækin borgina. Fólki fækkaði. Miðbærinn var auður og
yfirgefinn um helgar. Málefnum aldraðra var illa sinnt. B-álma Borgarspítalans
var aðeins grunnurinn og botnplatan. Bæjarútgerðin var jafnan nefnd til marks
um hallærisrekstur — hana átti að selja, jafnvel gefa, einkaaðilum. A aðeins
fjórum árum tókst að snúa við blaðinu: Fólki fjölgaði í borginni á nýjan leik.
255