Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 10
Tímarit Máls og menningar Atvinnufyrirtæki hættu að flýja borgina. Miðbærinn breyttist í lifandi vett- vang. 12 dagheimili fyrir börn tóku til starfa. Málefnum aldraðra var sinnt af meiri skörungsskap en nokkru sinni fyrr í sögu Reykjavíkur. B-álma Borgarspítalans rís af grunni með undrahraða. Bæjarútgerð Reykjavíkur rekur eitt besta frystihús á Islandi á sl. ári. A vettvangi landsstjórnarinnar hefur verið gert verulegt félagslegt átak þrátt fyrir minnkandi hagvöxt og ytri erfiðleika. Og svo var kosið. Og íhaldið vann kosningasigur. Það bætti við sig fylgi alls staðar á þéttbýlissvæðinu. Kvennaframboð fór fram á völlinn; hafi það verið tímabært nú — hvað þá um fyrri kosningar?! Hvað gerðist og hvað gerist? Eg tel að það hafi verið skilningsskortur á nauðsyn samstöðunnar sem háði okkur mest. Samstaðan í flokki okkar var og er góð. En það er ekki nóg. Allir þeir sem keppa að sameiginlegu markmiði þurfa að standa saman. I stað þess var engu líkara en ýmsir teldu það helst við hæfi að vanþakka og vanmeta þann stuðning við gott málefni sem þrátt fyrir allt er unnt að fá fram. Þannig þótti Böðvari Guðmundssyni ástæða til þess að taka ofan fyrir framsókn í þessum dálkum, en svívirti jafnframt Alþýðubandalagið. Þó liggur það fyrir að Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem vill eitthvað á sig leggja fyrir brottför hersins — framsóknarforystan hefur aldrei viljað gefa því máli gaum. Olafur Jóhannesson hefur á marga lund verið andsnúnari herstöðvaandstæðingum en jafnvel Benedikt Gröndal var á sinni tíð, og er þá langt til jafnað. Það er ennfremur ekki nokkur vafi á því að betur var unnið sl. fjögur ár að félagslegri lausn margvíslegra vandamála en fyrr — samt kemur einmitt nú fram kvenna- framboð. Kvennaframboðið studdi fjöldi þeirra sem áður studdi Alþýðubanda- lagið í kosningum. Þar kom einnig fram skilningsskortur á nauðsyn samstöð- unnar. Nú — eftir kosningarnar — er brýn nauðsyn að skerpa þann skilning — brýnni en nokkru sinni fyrr: Við stöndum frammi fyrir örlagaríkum átökum ekki aðeins um lífskjör heldur einnig um sjálfstæði þessarar þjóðar. Það kann að vera að einhverjir láti sér úrslit þeirra átaka í léttu rúmi liggja; þeir eru þá að taka á sig ábyrgð og ég lýsi mikilli ábyrgð á hendur þeim sem aðhafast ekki og láta vígvélar íhaldsins æða hér yfir akurinn á næstu vikum, mánuðum og árum. Vinni íhaldið kosningasigur hér á landi í næstu alþingiskosningum gerist þetta: Mynduð verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og annars hvors milliflokks- ins. Hún mun þegar í upphafi gera eftirfarandi: 1. Hafnar verða framkvæmdir við byggingu flugstöðvar í Keflavík með banda- rískum fjármunum. 2. Hafnar verða framkvæmdir í Helguvík fyrir herskipa- og olíuhöfn bandaríska hersins. 3. Gerðir verða samningar við erlend fyrirtæki um orkusölu á sama hátt og um er að ræða í Straumsvík. 4. Vísitölubætur á laun verða bannaðar. 256
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.