Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 13
Ég + unglingaheimilid
Við leitum öll að reipi til að halda í
við þurfum öll reipi til að halda í
annars hröpum við
föllum hægt og svífandi
niðrí heldjúpt myrkrið
steypumst í ógæfuna.
En oft slitnar reipið
oft er skorið á reipið
og margir hrapa.
Astandið milli mín og foreldra minna var ekki sem best og hafði
ekki verið lengi, ég fjarlægðist þau meir og meir og þau mig. Eg
þurfti að ljúga, fela og fara á bak við, því það sem ég var að gera vissi
ég að pabbi og mamma yrðu ekkert ánægð með. En ég hafði lítinn
tíma til að pæla í þessum málum. Þau fáu skipti sem við sáumst
rifumst við eða töluðum varla saman (þá er nú þögnin verri).
Mamma og pabbi voru hrædd um mig og trúðu ekki orði af því sem
ég sagði þeim, enda hafði ég oftar en þúsund sinnum gefið þeim til-
efni til þess.
Mér fannst þau vera með óþarfa hnýsni í mín einkamál, og þegar
þau ætluðu að reyna að vera kammó þá hljómaði það alltaf einsog
yfirheyrsla. Dag einn segir mamma við mig að þeim líði ekkert alltof
vel. Auðvitað vissi ég það þótt ég hefði ekki gefið mér tíma til að
bömmerast mikið yfir því. Hjá mér snerist hjólið svo hratt, ég
keyrði á fullu með fæturna hvergi nálægt bremsunum.
Það var svo mikið að ske í kringum mig, innaní mér, huganum,
hjartanu, æðunum, tilfinningunum, allt var þetta að þroskast (og er
enn að, mikil ósköp), svo að ég tali nú ekki um kroppinn. En ég
féllst samstundis á uppástungu móður minnar að við færum að tala
við félagsráðgjafa. Eg vissi ekki baun í bala hvað félagsráðgjafi var en
það var bara allavegana ekki sálfræðingur. Ég gat ekki hugsað mér
að fara með foreldrum mínum til sálfræðings. En þó átti ég eftir að
hugleiða þann möguleika oftar en einu sinni veturinn á eftir, meira
að segja beit ég einusinni á jaxlinn og spurði Ingvar (sálfræðing á
unglingaheimilinu) hvort ég mætti fá tíma og tala við hann einsog
fólk talar við sálfræðinga, en hann svaraði Af hverju? Og því gat ég
ekki svarað svo ég hætti við allt saman.
259