Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar Hugmynd mín og jafnvel hræðsla við sálfræðinga var komin frá amerísku myndinni af sálfræðingi, þar sem maður kemur inn, sest við stórt marmaraskrifborð, hellir sér yfir aumingja manninn í hvíta sloppnum með heiðursmerkin og fær síðan lykilinn að sjálfum sér + aukalykil að lífinu ef maður borgar meira. I glaðasólskini í Hallargarðinum var fyrsti fundurinn minn með „félagsmálakrökkunum“, en það heiti gef ég félagsráðgjöfunum mín- um. Mér féll strax vel við þessa krakka, þau voru ung, hress og létust vera líbó eða allavega vildu vera það. Eg vonaðist til að þau skildu mig pínulítið en skildi vel að þau skildu ekki því ekki skildi ég mikið sjálf. Eg svaraði hreinskilnislega öllum spurningum, þó að ég hafi sleppt að segja sumt þá opnaði ég meira fyrir annað. Eg gaf þeim allavega smáinnsýn í líf mitt án þess að þau þyrftu nokkuð að reka á eftir mér. Við töluðum um fíkni + lyfja + alkóhólreynslu mína, sjálfa mig, vini mína, fjölskyldu mína o. fl. Mér líkaði vel við þessa krakka og sá enga ástæðu til að ljúga að þeim þótt einstökum at- burðum hafi ég sleppt (enda hvenær opnar maður sig alla fyrir öðrum, aldrei, aldrei, maður geymir alltaf pínulítið innst inni bara fyrir sig eina). Ég brosti kærulaus framaní lífið, enda var ekkert sem mér fannst ég þurfa að hafa verulegar áhyggjur af, kannski jú Þjóðviljinn. Eg var farin að slá slöku við útburðinn, bar stundum út um og eftir há- degi o. s. frv. (þolinmóðir áskrifendur) enda vakti ég langt fram á nótt. Jajja, ég vakti mikið en mætti næstum alltaf í vinnuna (sirka þrír dagar sem ég mætti ekki) þ. e. a. s. róluvöllinn. Eg drakk dálítið mikið en þó kúltíverað þar sem ég sullaði í léttvíni flest kvöld. 2. júlí varð ég 15 ára og skömmu eftir það ákváðu mamma, pabbi og bróðir minn að fara út á land. Það átti að prófa hvernig ég stæði mig ein, einu sinni enn (við höfðum gert aðra tilraun og hjónarúmið brotnaði með meiru og ég setti dálítið lygaleikrit á svið). „Félags- málakrakkarnir“ ætluðu að kíkja inn og gerðu það. Konan á hæðinni fyrir ofan okkur vissi líka að ég var ein heima og skammtaði mér 1000 krónur gamlar á dag. Frá mínum sjónarhóli þá og nú gekk þetta vel, en því miður voru ekki margir á sama máli um það. Tvær góðar vinkonur mínar voru mikið hjá mér þennan hálfa mánuð og ég kynntist Nonna. Ég drakk lítið (eða minna), reykti lítið (eða minna) var glöð og ánægð. Mætti að vísu ekki mjög vel í vinnuna en 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.