Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 20
Tímarit Mdls og menningar
um. Við fengum kaup sem samsvarar unglingavinnunni svo að það
var nú ágætt, einnig voru okkur skaffaðir vasapeningar vikulega og
slíkan lúxus hafði ég ekki alist upp við. Eg fékk lítið herbergi með
skrifstofuglugga (fyrsta skipti á ævinni sem ég hef haft sérherbergi,
því ég hef alltaf deilt herbergi með bróður mínum sem er þremur
árum yngri en ég).
A unglingaheimilinu eru allir krakkarnir í sérherbergjum, en ef
einhverjir vilja vera saman í herbergi er hægt að halda fund og aftur
fund og bregða svo kannski út af vananum. En það verður náttúr-
lega að vera sama kynið.
Jæjja, fyrst hér átti ég að búa var best að flytja bara inn. Það sem
fyrir var í herberginu, rúm og skrifborð, fór í taugarnar á mér, svo
ég náði í það litla sem ég átti og henti út hinu. Venjan var straff í eina
viku eftir að maður var kominn yfirá „17“, en í straffinu fólst inni-
lokun. I fylgd með starfsmanni var þó hægt að fara út í einstökum
tilfellum. Þetta straff var hugsað til að vistmaður gæti kynnst
fólkinu, reglunum og húsinu.
Morgunfundirnir voru merkileg upplifun. Á hverjum morgni eft-
ir morgunmat voru svokallaðir morgunfundir sem má í sumum til-
fellum líkja við réttarhöld. Dagbókin er þá lesin upp, en hún er
skrifuð af starfsmanni. Ef einhver hafði brotið eitthvað af sér
svosem komið of seint heim, verið í fýlu, lent í afbrotum, rifið kjaft,
komið fullur heim, þá var ráðist á hann, hann þurfti að gefa skýr-
ingar á hegðun sinni og iðrast á eftir. Ollum var frjálst að tala.
Eg fékk tiltölulega fljótt útivistarleyfi, því ég var ekki inni alveg
heila viku eftir að ég var komin yfirá „17“. Það fannst hinum krökk-
unum óréttlátt — má vera — en eru svona útgöngubönn réttlát?
Krakkarnir eru yfirleitt 10—12 talsins á heimilinu, á aldrinum 12 tii
16. Þó hefur komið fyrir að fólk sé 17—18 ára. Þegar krakkarnir
útskrifast af unglingaheimilinu, auðvitað sem normal, eðlilegir ungl-
ingar, þá koma bara nýir inn. Það virðist alltaf vera af nógu að taka
og oft er meira að segja biðlisti.
Krakkarnir eru alls ekki allir afbrotaunglingar og sumir meira að
segja ekki svokallaðir vandræðaunglingar. Oft eru erfiðleikar hjá
foreldrunum sem eru ekki færir að sjá um krakkana. Sumir koma til
að læra mannasiði, hætta að rífa kjaft o. fl. Aðrir standa sig illa í
skóla, skrópa o. s. frv. Enn aðrir koma af fúsum og frjálsum vilja,
266