Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 20
Tímarit Mdls og menningar um. Við fengum kaup sem samsvarar unglingavinnunni svo að það var nú ágætt, einnig voru okkur skaffaðir vasapeningar vikulega og slíkan lúxus hafði ég ekki alist upp við. Eg fékk lítið herbergi með skrifstofuglugga (fyrsta skipti á ævinni sem ég hef haft sérherbergi, því ég hef alltaf deilt herbergi með bróður mínum sem er þremur árum yngri en ég). A unglingaheimilinu eru allir krakkarnir í sérherbergjum, en ef einhverjir vilja vera saman í herbergi er hægt að halda fund og aftur fund og bregða svo kannski út af vananum. En það verður náttúr- lega að vera sama kynið. Jæjja, fyrst hér átti ég að búa var best að flytja bara inn. Það sem fyrir var í herberginu, rúm og skrifborð, fór í taugarnar á mér, svo ég náði í það litla sem ég átti og henti út hinu. Venjan var straff í eina viku eftir að maður var kominn yfirá „17“, en í straffinu fólst inni- lokun. I fylgd með starfsmanni var þó hægt að fara út í einstökum tilfellum. Þetta straff var hugsað til að vistmaður gæti kynnst fólkinu, reglunum og húsinu. Morgunfundirnir voru merkileg upplifun. Á hverjum morgni eft- ir morgunmat voru svokallaðir morgunfundir sem má í sumum til- fellum líkja við réttarhöld. Dagbókin er þá lesin upp, en hún er skrifuð af starfsmanni. Ef einhver hafði brotið eitthvað af sér svosem komið of seint heim, verið í fýlu, lent í afbrotum, rifið kjaft, komið fullur heim, þá var ráðist á hann, hann þurfti að gefa skýr- ingar á hegðun sinni og iðrast á eftir. Ollum var frjálst að tala. Eg fékk tiltölulega fljótt útivistarleyfi, því ég var ekki inni alveg heila viku eftir að ég var komin yfirá „17“. Það fannst hinum krökk- unum óréttlátt — má vera — en eru svona útgöngubönn réttlát? Krakkarnir eru yfirleitt 10—12 talsins á heimilinu, á aldrinum 12 tii 16. Þó hefur komið fyrir að fólk sé 17—18 ára. Þegar krakkarnir útskrifast af unglingaheimilinu, auðvitað sem normal, eðlilegir ungl- ingar, þá koma bara nýir inn. Það virðist alltaf vera af nógu að taka og oft er meira að segja biðlisti. Krakkarnir eru alls ekki allir afbrotaunglingar og sumir meira að segja ekki svokallaðir vandræðaunglingar. Oft eru erfiðleikar hjá foreldrunum sem eru ekki færir að sjá um krakkana. Sumir koma til að læra mannasiði, hætta að rífa kjaft o. fl. Aðrir standa sig illa í skóla, skrópa o. s. frv. Enn aðrir koma af fúsum og frjálsum vilja, 266
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.