Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 24
Tímarit Máls og menningar
Ég hef aldrei sagt að vera mín á unglingaheimilinu hafi gert mér
illt. Ég lærði mikið á því að vera kippt útúr dásemdum lífsins og
standa ein, algerlega ein í baráttu minni fyrir frelsinu. A hverjum
degi finnurðu fyrir því hversu frelsi þitt er skert, því þú þarft t. d. að
spyrja um leyfi til að fara út og fólk þarf að diskútera það: Er hún
búin að vera úti á hverjum degi? Hefur hún brotið eitthvað af sér?
Svo færðu leyfi eður ei.
Eg var ægilega einmana þessa fyrstu tvo mánuði og mikill píslar-
vottur þótt á ytra borðinu hafi ég kannski virst vera „cool“. Það skeði
margt innra með mér og margt varð ljósara fyrir mér. Ég var ein,
einstæðingur sem gat ekki ætlast til neins af neinum. Mér fannst
vinir mínir ekki eins mikilvægir fyrir mig og ég hafði haldið né ég
fyrir þá. Það var ég sem var múruð inni í grænu róandi herbergi, það
var ég sem þurfti að naga rimlana og brjótast út, ég ég ég
Hvar eru vinirnir
kuldaleg köld vatnsgusa skvettist framaní mig
„þú átt enga vini“ er glott hæðnislega
ég er umkringd vanþroska fæðingarhálfvitum
þarfnast vinar
þarfnast elskhuga
Heit saknaðartár renna þegar hugsað er til fortíðarinnar. „O guð.“
Hvenær, hvenær í andskotanum vakna ég upp frá þessum skrípa-
leik?
Hvenær fer ég að lifa raunverulegu lífi
allt er þetta draumur
ég veit að ég vakna upp einn góðan veðurdag
og skrípaleikurinn fellur í minningu fortíðarinnar
og nútíðin og framtíðin taka völdin
ég lifi ekki í neinni nútíð núna
bara óskýru, ólýsanlegu leikriti
en athugunarverðu og fræðandi leikriti
þar fylgir maður þrauthugsuðum reglum
og bíður langþreyttur eftir því að vakna
vakna til lífsins aftur
Stundum hugsaði ég um sjálfsmorð, gefast upp, losna frá þessu öllu,
270