Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 26
Tímarit Mdls og menningar
frjáls, frjáls, frjáls, nú hlaut lífið að verða skemmtilegt, ég gat gert
allt sem ég hafði saknað í tvo mánuði. Eg bjóst við að fólk biði mín
með fangið fullt af blómum til að strá í götu mína, allir hlutu að bíða
spenntir eftir mér.
En svo var ekki. Mér fannst öllum vera nákvæmlega sama um
mig, sama hvort ég gengi laus eða væri lokuð inni.
Að vera í vonleysisástandi er einsog að vera með 30 kíló af osti í
maganum.
Ég var pínulítið sár
en núna er ég hrópandi gapandi stórt sár
ég uppgötva að ég á enga vini
ástin var hrifsuð í burt frá mér
ég á engin tár eftir
öll mín tár hafa nú þegar farið í mig
engin eftir handa mér né öðrum
einsog uppþornuð lind
ekki dropi eftir
skrælnuð og föl
engin tár eftir.
Ég varð örvæntingarfull. Allt sem ég hafði saknað í tvo mánuði fékk
ég nú, en mér fannst ekkert gaman. Ég velti því fyrir mér hvað það
hefði eiginlega verið sem ég hafði saknað svona heitt. Mér fannst líf-
ið allt svo tilgangslaust og leiðinlegt. Ég sem hafði hugsað um hvað
það væri gaman að fá frelsi, en nú þegar ég hafði það sá ég engan
tilgang í því.
Mér fannst fólk vilja troða sínum bömmerum uppá mig en enginn
hafði áhuga á mínum.
Haldið þið að ég sé einhver Florence Nightingale
eða frelsisstyttan með blóm í hendi?
Ég hef nóg með sjálfa mig.
Gamla fólkið sem ég vann hjá gekk fyrir „dánsi“ (svefnpillum og ró-
andi) einsog valíum, dísapan, mogadon o.fl. Einsog gamalt fólk gerir
yfirleitt afþví læknirinn segir að það sé gott — ekki furða hvað það
er alltaf slappt, sljótt og syfjað. Ég fór að gæða mér á þessu alein.
Áður fyrr hafði ég einstöku sinnum gleypt svona læknadóp til að
272