Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 35
Ég + unglingaheimilið
viðbúin
tilbúin
Nú!
2. júlí varð ég svo sextán ára, loksins loksins orðin sjálfráða. En
nokkrum dögum eftir sjálfræði mitt er mér stefnt á fund í Kópavogi.
A þeim fundi voru foreldrar mínir, Allan, Kristján og ég. Fólki
fannst það þurfa að taka fram fyrir hendurnar á mér. Eg sukkaði of
mikið, var á góðri leið með að verða alkóhólisti, ef ekki bara orðin
alkóhólisti, sögðu þau, átti ekki peninga fyrir skólanum, en þar sem
ég var orðin 16 ára gátu þau ekkert gert án míns samþykkis. Jú,
raunar er dálítið til sem heitir svipting á sjálfræði. Með vægari
orðum má kannski segja lenging á ósjálfræði til 18 ára aldurs.
Þarna komst ég að því að þegar þú ert einu sinni orðin kerfisflækt
manneskja þá er erfitt að koma sér útúr því, og aldurinn skiptir engu
máli í því sambandi. Það er alla ævi hægt að svipta fólk sjálfræði og
loka það inni á stofnunum.
Þau vildu að ég færi að vinna í fiski til að eiga peninga fyrir
skólanum eða uppí skólagjaldið, félagsmálastofnun ætlaði að hjálpa
mér til að borga restina. Þetta með fiskinn fannst mér ekkert vitlaus
hugmynd, en eitthvað fannst mér það óþægilegt að ríkið borgaði
restina. Þá var mér sýnt það á mjög einfaldan hátt að menntaskóla-
krakkarnir lifðu líka á ríkinu. Eg spurði hvað myndi ske ef ég
neitaði þessu þar sem ég væri nú sjálfráða. Þá myndi það þýða
lengingu á ósjálfræði. Auðvitað gæti ég farið í mál, en ég sá litla
glætu í því, því ég hafði alla aðila upp á móti mér og hafði þar að
auki engin efni á lögfræðingi.
Mér fannst alltof kaldhæðnislegt að missa þetta langþráða sjálf-
ræði mitt nokkrum dögum eftir að ég fékk það, en hverskonar sjálf-
ræði er það að þurfa að gera einsog aðrir skipa manni? Eg var hrædd
um að ef ég yrði svipt frelsinu einu sinni enn þýddi það ung-
lingaheimilið eða einhverja aðra stofnun kannski í tvö ár. Nei, þá var
eins gott að setja mig bara strax inná Klepp. Eg bjó á „Níunni“ í
nokkra daga, þar átti ég að hafa samastað meðan ég væri að redda
mér plássi útá landi til að hamast í slorinu.
Auðvitað var óþægileg eða viss skrítin tilfinning sem maður fékk í
magann, en óttinn nagaði mig ekki. Eg var viss um að hérna yrði ég
281