Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 40
Guðjón Sveinsson Morgundögg I fyrra kom út hjá Cappelens forlaginu norska allóvenjulegt smásagnasafn sem ber nafnið Revesommer og geymir tíu verðlaunasögur. Samtök móðurmáls- kennara á Norðurlöndum efndu til þessarar samkeppni í heimalöndum sínum um smásögur handa unglingum í tilefni af norræna málaárinu. Fjöldi sagna barst í hverju landi en þessar tíu báru sigur af hólmi. Það voru starfandi kennarar sem áttu hugmyndina að verðlaunasamkeppn- inni því ævinlega er skortur á nýju efni til að lesa með unglingum, efni sem höfðar til þeirra og eykur áhuga þeirra á tungum grannþjóðanna. Sögurnar tíu eru birtar á frummálinu en auk þess eru sögurnar frá Finnlandi, Færeyjum og Islandi þýddar á aðgengilegri mál fyrir granna okkar. Islenska sagan í Revesommer heitir Morgundögg og er eftir hinn kunna rit- höfund Guðjón Sveinsson. Hún birtist hér með góðfúslegu leyfi höfundar og Samtaka móðurmálskennara. Þess má geta að lokum að Námsgagnastofnun sér um dreifingu bókarinnar hér á landi. Drengurinn var á leið niður túnið í vaxandi morgunbirtunni. Hann skildi eftir sig slóð í dögginni, slóð sem minnti á orm er hlykkjaðist áfram, því gangur drengsins var ráskenndur. Það var von. Hann var syfjaður og líka þvert um geð að vera á ferð svo árla morguns. Hann var að fara í beitningu og hafði verið drifinn í hana sárnauðugur fyrir nokkrum dögum. „Þú verður að fara að vinna, fermdur maðurinn,“ hafði faðir hans sagt, daginn sem útgerðarmaðurinn hafði beðið um hann í beitningu. Það var mikið rétt. Hann hafði fermst um vorið og var því talinn fullorðinn a.m.k. þegar um vinnu var að ræða. A öðrum sviðum var litið á hann sem barn, því ekki réði hann sínum málum, mátti ekki gera það, er honum líkaði. Þær ákvarðanir voru á valdi foreldra hans. Að vísu var hann ekki að halda því fram, að þeir væru honum slæmir. Nei, nei, þvert á móti vildu þau honum vel, vildu veg hans sem mestan, vildu gera hann að manni eftir sinni forskrift. „Já, nú dugir ekki lengur leikaraskapur og droll. Það lifir enginn á einhverju draumarugli, lestri eðapári, heldur á vinnu og eljusemi," hafði faðir hans líka sagt um daginn. „Ég kann ekki að beita,“ hafði drengurinn þá and- æft. „Þú lærir það. Allir verða að læra að vinna. Unglingar eru fljótir að 286 i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.