Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 40
Guðjón Sveinsson
Morgundögg
I fyrra kom út hjá Cappelens forlaginu norska allóvenjulegt smásagnasafn sem
ber nafnið Revesommer og geymir tíu verðlaunasögur. Samtök móðurmáls-
kennara á Norðurlöndum efndu til þessarar samkeppni í heimalöndum sínum
um smásögur handa unglingum í tilefni af norræna málaárinu. Fjöldi sagna
barst í hverju landi en þessar tíu báru sigur af hólmi.
Það voru starfandi kennarar sem áttu hugmyndina að verðlaunasamkeppn-
inni því ævinlega er skortur á nýju efni til að lesa með unglingum, efni sem
höfðar til þeirra og eykur áhuga þeirra á tungum grannþjóðanna. Sögurnar tíu
eru birtar á frummálinu en auk þess eru sögurnar frá Finnlandi, Færeyjum og
Islandi þýddar á aðgengilegri mál fyrir granna okkar.
Islenska sagan í Revesommer heitir Morgundögg og er eftir hinn kunna rit-
höfund Guðjón Sveinsson. Hún birtist hér með góðfúslegu leyfi höfundar og
Samtaka móðurmálskennara. Þess má geta að lokum að Námsgagnastofnun sér
um dreifingu bókarinnar hér á landi.
Drengurinn var á leið niður túnið í vaxandi morgunbirtunni. Hann
skildi eftir sig slóð í dögginni, slóð sem minnti á orm er hlykkjaðist
áfram, því gangur drengsins var ráskenndur. Það var von. Hann var
syfjaður og líka þvert um geð að vera á ferð svo árla morguns. Hann var
að fara í beitningu og hafði verið drifinn í hana sárnauðugur fyrir
nokkrum dögum. „Þú verður að fara að vinna, fermdur maðurinn,“
hafði faðir hans sagt, daginn sem útgerðarmaðurinn hafði beðið um
hann í beitningu. Það var mikið rétt. Hann hafði fermst um vorið og
var því talinn fullorðinn a.m.k. þegar um vinnu var að ræða. A öðrum
sviðum var litið á hann sem barn, því ekki réði hann sínum málum,
mátti ekki gera það, er honum líkaði. Þær ákvarðanir voru á valdi
foreldra hans. Að vísu var hann ekki að halda því fram, að þeir væru
honum slæmir. Nei, nei, þvert á móti vildu þau honum vel, vildu veg
hans sem mestan, vildu gera hann að manni eftir sinni forskrift. „Já, nú
dugir ekki lengur leikaraskapur og droll. Það lifir enginn á einhverju
draumarugli, lestri eðapári, heldur á vinnu og eljusemi," hafði faðir hans
líka sagt um daginn. „Ég kann ekki að beita,“ hafði drengurinn þá and-
æft. „Þú lærir það. Allir verða að læra að vinna. Unglingar eru fljótir að
286
i