Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 43
Morgundögg urinn heyrði hvernig þeir hentu freðnum síldarpönnunum í timburgólf- ið svo söng í. Drengurinn lauk upp dyrunum og gekk inn heitur í vöngum. Hann hafði alltaf mætt of seint og í dag var hann óvenju seinn og bjóst því við ákúrum. — Sko til, bara mættur. Þú þarft náttúrlega ekki að byrja fyrr, ert svo brandfljótur að beita, sagði Steinn hæðnislega. — Blessaðir verið þið. Hann hefur verið á kvennafari. Þær eru vit- lausar í þessa rauðhausa, sagði Simbi. — Sjáið ekki að allur máttur er úr honum soginn, bætti hann við. Einhverjir flissuðu að þessari fyndni, en aðrir lögðu ekkert til málanna. Drengurinn roðnaði enn meir, laumaði kaffisokknum undir bekkinn og bjóst til að fara að skera sér beitu. — Svona piltar, sagði landformaðurinn. — Það er gott að drengur- inn er kominn, ekki veitir af. Annars gætir þú mætt fyrr, þér er engin vorkunn. — Ég held svona grútarháleistar séu best geymdir á básnum með hinum kálfunum. Þetta nennir ekki að vinna, sagði Steinn. Hann var svíradigur og nefstór og minnti drenginn á blótneyti. Frá því í upphafi hafði þessi boli sífellt dregið dár að honum og skammast út í hann. — O, vertu nú ekki að þessu þrefi. Ekki verða þær eftir dræsurnar, sem hann potar niður, sagði landformaðurinn. — Eg held það muni andskotann ekkert um það. Ekki kemur hann í aðgerðina, drundi í Steini. Landformaðurinn svaraði engu, en gekk út. Hann kom að vörmu spori með línu í stokktré á annarri öxlinni og hengdi hana í stæði drengsins. — Hérna drengur. Best að lofa þér að byrja daginn með einni úr stokk. Reyndu svo að mæta betur og hafa hugann við verkið. Landfor- maðurinn var ekki óvinsamlegur, þótt röddin væri fremur höst. Drengn- um líkaði vel við hann og vildi reyna að gera honum til hæfis, en það var bara ekki hægt að gera neinum til hæfis í þessum ömurlega skúr. — Það er alveg óþarfi að vera að mylja undir hann. Hann er best kominn að flókunum sínum. Eg fer alveg að afsegja að fást við þá, sagði Steinn brúnaþungur. Enginn svaraði þessu og drengurinn fór að fást við síldina. Hún var hálffrosin og honum gekk illa að ná henni í sundur og hálfu verr að skera hana. Hann reyndi að „stála“ hnífinn, en bit hans batnaði ekki við það. 289
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.