Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 44
Tímarit Máls og menningar — Skelfing er að sjá þetta, sagði þá landformaðurinn og kom til hans með stálið í annarri hendinni. — Láttu mig hafa hnífinn. Svona, horfðu á hvernig ég fer að. Þú verður að læra að „stála“, annars gengur þetta aldrei. Landformaðurinn lét hnífsblaðið ganga létt og reglubundið eftir hnífastálinu. — Bara að hreyfa únliðinn, ekki sveifla öllum handleggnum eins og þú værir að sá áburði og ekki draga eggina þvert á. Landformaðurinn rétti drengnum hnífinn og glotti lítilsháttar. Drengurinn fór aftur að fást við síldina og það gekk mun skár, hnífurinn flugbeit. — Blessaður góði. Þessir sveitamenn bera sig alltaf til eins og þeir séu að moka flór, sagði Steinn meinlega. — Þar ættu þeir líka að halda sig og hvergi annars staðar. Það tók enginn undir þessa orðræðu, en drengurinn heyrði einhvern flissa og hafði grun um, að það væri hans kæri fermingarbróðir. Hann lét það þó ekki á sig fá, en reyndi að herða sig við beituskurðinn, þótt svo einhver fjárans kökkur reyndi að troða sér upp í hálsinn. Eftir nokkra stund stóð landformaðurinn aftur við hlið hans og fór að róta í beituhrúgunni. — Þú hefur beituna óþarflega stóra og sumt er allt of stórt eins og í hákarl. Sjáðu, þetta er hæfileg stærð. Landformaðurinn risti nokkrar síldar niður með snöggum hand- tökum. — Já, ég skal reyna, muldraði drengurinn. — Og svo áttu ekki að beita hausunum, bætti landformaður við um leið og hann gekk á braut. Þeir drukku kaffi um tíuleytið. Drengurinn reyndi að láta sem minnst bera á sokknum og dagblöðunum og karlarnir virtust heldur ekki gefa þeim neinn gaum. Þeir töluðu mikið um kvenfólk á meðan þeir drukku og virtust fróðir um líkamsbyggingu og líffæri kvenna, töluðu um, að þessi eða hin gæfi hann góðan. Einnig flugu um mergjað- ar klámvísur. Allt það skraf vakti stórkarlalega hlátra. Drengurinn hafði dregið sig út í horn og karlarnir virtust hafa gleymt honum í bili. Hann var því feginn og hlustaði með áfergju á samræður karlanna, á svæsnar sögur og vísur. Allt það tal var töluvert kitlandi og lauk upp ýmsum leyndardómum, sem hann hafði fremur lítið velt fyrir sér, en hafði þó haft hugboð um. En svo þurfti hann að bregða sér út fyrir 290
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.