Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 46
Tímarit Máls og menningar
— Ertu spinni gal? Veistu ekki, að þessir atvinnurekendur eru út-
smognir að hafa af okkur verkafólkinu? Menn verða að skrifa allt hjá
sér, svo menn viti hvar þeir standa, það segir Steinn og hann er klár í
þessu öllu.
— Hefur þú skrifað J)ínar línur?
— Hvað heldurðu. Eg er enginn imbi.
Svo færðist tvírætt glott yfir andlit fermingarbróður og hann sagði:
— Annars er víst leyfilegt að draga flókalínur frá, því það fiskast svo
lítið á þær. Þú átt þess vegna kannski ekki svo mikið inni.
Með þeim nöturlegu ummælum hvarf fermingarbróðir inn í „vítið“.
Drengurinn stóð aftur við balann og reyndi að hraða beitningunni
eftir föngum. Ekki höfðu þó þessi síðustu ummæli fermingarbróður
bætt hugarástandið. Kannski fengi hann ekki græna krónu fyrir þessa
hræðilega löngu viku. Það var kannski ekki það versta, heldur
skömmin. Annars var honum svo sem skít sama, en það voru foreldrar
hans. Hann gerði þeim skömm. En var hægt að setja dæmið þannig
upp? Nei, auðvitað var þetta bara hans mál. Hann var orðinn fullorðinn
og þess vegna þurfti enginn að taka hans skömm á sig.
Allt í einu datt drengnum nokkuð í hug. Hvernig væri bara að láta
reka sig. Ef hann beitti bara nógu illa, yrði hann þá ekki rekinn? Jú, það
lá í hlutarins eðli. Best að byrja þegar í stað. Drengurinn hætti því að
krækja beitu á næstu króka, heldur fleygði hann þeim berum ofan í
stampinn. Hann gaut augunum í kringum sig, en það virtist enginn gefa
honum gaum — og þó. Honum fannst iandformaðurinn eitthvað grun-
samlegur. Það var, sem sá maður hefði augu í hnakkanum. Köldum
svita sló út um drenginn og hann flýtti sér að tína krókana aftur upp úr
balanum og tók að krækja á þá beitu. Nei, hann hafði víst ekki kjark til
að gera þetta. Líklega hefði hann aldrei kjark til að losna frá þessum
ömurlegheitum, yrði líklega hér til eilífðar.
Og tíminn hélt áfram að dragnast áfram með miskunnarlausu til-
breytingarleysi, seigpínandi langdrægni. Gólf beituskúrsins varð sífellt
hálla og slorugra úr afbeitunni, fingur drengsins urðu stöðugt sárari og
krókunum á línunum virtist fara jafnt og þétt fjölgandi. Ekki nóg með
það. Þeir virtust einsetja sér að vera sem margslungnastir í haugnum.
Flestir voru hálfuppréttir og víða vantaði þá alveg. Það var kannski ekki
það versta, því drengurinn lét vera að bæta einum og einum á. Karlarnir
virtust vera búnir að gleyma nærveru hans um stundarsakir. Þeir voru
miklu alvörugefnari en í kaffitímanum og voru hættir að tala um
292