Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 49
Morgundögg
gefast upp, mætti ekki gefast upp. Hann var of þreyttur til að mögla
nokkuð að ráði. Hálfsofandi lötraði drengurinn af stað niður túnið í
dögginni. Hann nærri dró kaffisokkinn, þennan ólánssokk, sem gerði
ekki annað en minna hann á slorugan beitningaskúrinn og hnýfilyrði
karlanna.
Eftir því sem nær dró þorpinu, fann drengurinn að þessi vinna var
honum um megn. Kannski ekki vinnan í sjálfu sér, heldur viðmót
heimsins innan þess ramma, sem hann hafði hrærst í undanfarna daga.
Hann var hræddur við það umhverfi, fann sig vanmáttugan gegn því,
fannst þetta umhverfi beita sig órétti, setjast að honum að ósekju, gera
þær kröfur til hans, sem hann var ekki megnugur að leysa. Svo var
líklegast, að hann fengi ekki græna krónu íyrir allt baslið, því flest allar
línurnar, sem hann hafði beitt, höfðu komið flóknar. Nei, þetta var allt
vonlaust — glórulaust.
Og án þess að veita því raunverulega athygli, var hann farinn að
gráta. Tárin streymdu úr augnakrókunum niður hálfóhreina vangana.
Allt í einu heyrðist brestur og eitthvað blautt og volgt vætlaði um
annan fótlegg hans. Það var kaffiflaskan, sem hafði brotnað. Hann
hafði rekið hana í stein. Drengurinn nam staðar og varð sem ráðþrota í
bili. Hann horfði á kaffiblautan sokkinn, síðan niður til sofandi þorps-
ins og að lokum um öxl upp til fjallsins, þar sem sólargeislarnir teygðu
sig sífellt neðar og neðar í brekkurnar eftir því sem sólin reis hærra yfir
austurfjöllin, en svo tók drengurinn viðbragð. Pað var sem hann hefði
tekið einhverja mikilvæga ákvörðun. Hann sveiflaði sokknum nokkra
hringi yfir höfði sér, en lét hann síðan svífa út í loftið. Svo rak hann upp
einhvers konar heróp, sneri úr leið og tók að skokka í átt til fjallsins og
smátt og smátt jók hann hraðann.
295