Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 50
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Þrjú andlit á glugga — Við skulum flýta okkur að vaska upp, Anna, svo við getum farið í sólbað á eftir, það er svo gott veður, sagði Maja um leið og hún stóð upp frá borðinu. — Já, drífum okkur, svaraði ég og byrjaði að safna saman matar- ílátunum. Við skulum reyna að setja nýtt hraðamet. I gær vorum við tuttugu mínútur, en þá var líka meira uppvask, svo kannski við getum klárað þetta á fimmtán mínútum núna. — Iss, þetta er nú svo lítið. Þið leikið ykkur að því að vera tíu mínútur. Má ég bara sjá hvað þið getið verið fljótar. Það var Halldór húsbóndinn á bænum sem kom með þessa athugasemd og teygði sig brosandi eftir sykurmola. — Heldurðu það? spurði ég vantrúuð. — Við getum að minnsta kosti reynt. Byrjum nú, einn, tveir og þrír. Og í því setti Maja fyrsta diskinn í uppþvottagrindina. Allt fór í fullan gang. Við hömuðumst eins og við ættum lífið að leysa og gusurnar gengu í allar áttir. Karlmennirnir við borðið hlógu og hvöttu okkur óspart. — Svona áfram, hraðar ef þið ætlið að hafa þetta af. Nú eru liðnar þrjár mínútur og mér líst ekki á að þetta takist hjá ykkur, þið eruð svo hæggengar greyin. Minnsta kosti Anna, hún getur ekki einu sinni hlaupið hraðar en gamli Farmallinn hans Geira gamla á Hofi. Allir hlógu að þessari fyndni Ásgeirs, þrettán ára vinnumanns á bænum, nema ég auðvitað. Mér sárnaði. Eg vissi vel að ég var ekki eins fljót að hlaupa og Asgeir, enda var hann tveimur árum eldri en ég og það munaði nú um það. Auk þess vorum við Maja báðar bál- skotnar í Asgeiri, svo það sveið enn sárar undan athugasemdinni. Reyndar sagðist hann ekki líta við svona hallæris píum, hann ætti nefnilega kærustu í bænum og hún væri miklu sætari en við. Okkur Maju var svo sem nokkuð sama, því við höfðum Asgeir þó hjá okk- ur en ekki þessi sæta í bænum. Við hertum okkur sem mest við máttum og tókst að ljúka upp- þvottinum á þrettán mínútum og var bara vel af sér vikið. 296
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.