Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 54
Tímarit Máls og menningar og mál að sækja kýrnar. Það gekk erfiðlega að koma þeim inn í þessu góða veðri og mikið vorum við Maja búnar að bölva og óskapast yfir þessum leiðinlegu skepnum þegar loks var búið að binda þær allar á básana. Meðan Halldór og strákarnir mjólkuðu tókum við til eitthvert snarl í kvöldmatinn, en að loknum mjöltum fóru karlarnir inn að borða en við Maja fórum út í mjólkurhús að þvo vélarnar og brúsana. Okkur fannst það hundleiðinlegt eins og raunar flest sem viðkom fjósi. Sem betur fór sá Asgeir um að moka flórinn. Þegar við vorum rétt að ljúka þvottinum komu karlmennirnir allir inn í mjólk- urhúsið, grunsamlega íbyggnir á svip. — Jæja, nú sleppið þið ekki skotturnar ykkar, nú skal ég aldeilis jafna um ykkur, sagði Alli. Og áður en við fengum ráðrúm til að átta okkur, greip hann Maju, sem rak upp óp, og slengdi henni á bólakaf ofan í brúsakarið. Eg hugðist flýja út en Asgeir stöðvaði mig í dyrunum. Þá greip ég fötu með vatni í sem ég hafði verið að þvo, og skvetti úr henni á Asgeir, sem rennblotnaði auðvitað. Skarst þá Halldór í leikinn. Hann þreif í öxlina á mér, dró mig að karinu og stakk mér ofan í, rétt í þann mund er Maja staulaðist upp úr. Vatnið var ískalt og ég saup hveljur. Þegar ég svo skreið loks upp úr karinu eftir miklar kaffæringar, var ekki til þurr þráður á mér. Leikurinn var nú í hámarki og gusurnar gengu á víxl. Oll vorum við orðin holdvot og ísköld. Við hlógum og hljóðuðum og létum öllum illum látum. Að lokum kallaði Halldór: — Krakkar, nú er nóg komið, nú hættum við. Strákar, þið gangið frá hérna, en þið stelpur farið inn og skiptið um föt í hvelli. Við blésum mæðinni smástund en langaði ekkert til að hætta. Svona gaman hafði ekki verið í sveitinni síðan ég kom. Við bjugg- umst þó til að fara inn, en í því ég gekk fram hjá Alla, greip hann þéttingsfast í handlegginn á mér og sagði: — Nei, þið sleppið sko ekki svona billega. Nei, ég held nú síður. Það er best að þið skiptið um föt hérna, þið getið ekki farið svona blautar inn. Asgeir, náðu í einhverjar druslur á þær meðan ég klæði þær úr blautu fötunum. Síðan myndaði hann sig til að tosa mig úr peysunni. Eg varð skelf- ingu lostin, braust um og æpti með grátstafinn í kverkunum: — Nei, nei, hættu, hættu, fanturinn þinn, slepptu mér. Eg barðist 300
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.