Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 54
Tímarit Máls og menningar
og mál að sækja kýrnar. Það gekk erfiðlega að koma þeim inn í
þessu góða veðri og mikið vorum við Maja búnar að bölva og
óskapast yfir þessum leiðinlegu skepnum þegar loks var búið að
binda þær allar á básana.
Meðan Halldór og strákarnir mjólkuðu tókum við til eitthvert
snarl í kvöldmatinn, en að loknum mjöltum fóru karlarnir inn að
borða en við Maja fórum út í mjólkurhús að þvo vélarnar og
brúsana. Okkur fannst það hundleiðinlegt eins og raunar flest sem
viðkom fjósi. Sem betur fór sá Asgeir um að moka flórinn. Þegar við
vorum rétt að ljúka þvottinum komu karlmennirnir allir inn í mjólk-
urhúsið, grunsamlega íbyggnir á svip.
— Jæja, nú sleppið þið ekki skotturnar ykkar, nú skal ég aldeilis
jafna um ykkur, sagði Alli. Og áður en við fengum ráðrúm til að átta
okkur, greip hann Maju, sem rak upp óp, og slengdi henni á bólakaf
ofan í brúsakarið. Eg hugðist flýja út en Asgeir stöðvaði mig í
dyrunum. Þá greip ég fötu með vatni í sem ég hafði verið að þvo, og
skvetti úr henni á Asgeir, sem rennblotnaði auðvitað. Skarst þá
Halldór í leikinn. Hann þreif í öxlina á mér, dró mig að karinu og
stakk mér ofan í, rétt í þann mund er Maja staulaðist upp úr. Vatnið
var ískalt og ég saup hveljur. Þegar ég svo skreið loks upp úr karinu
eftir miklar kaffæringar, var ekki til þurr þráður á mér.
Leikurinn var nú í hámarki og gusurnar gengu á víxl. Oll vorum
við orðin holdvot og ísköld. Við hlógum og hljóðuðum og létum
öllum illum látum. Að lokum kallaði Halldór:
— Krakkar, nú er nóg komið, nú hættum við. Strákar, þið gangið
frá hérna, en þið stelpur farið inn og skiptið um föt í hvelli.
Við blésum mæðinni smástund en langaði ekkert til að hætta.
Svona gaman hafði ekki verið í sveitinni síðan ég kom. Við bjugg-
umst þó til að fara inn, en í því ég gekk fram hjá Alla, greip hann
þéttingsfast í handlegginn á mér og sagði:
— Nei, þið sleppið sko ekki svona billega. Nei, ég held nú síður.
Það er best að þið skiptið um föt hérna, þið getið ekki farið svona
blautar inn. Asgeir, náðu í einhverjar druslur á þær meðan ég klæði
þær úr blautu fötunum.
Síðan myndaði hann sig til að tosa mig úr peysunni. Eg varð skelf-
ingu lostin, braust um og æpti með grátstafinn í kverkunum:
— Nei, nei, hættu, hættu, fanturinn þinn, slepptu mér. Eg barðist
300