Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 89
Ljúflingar og fleira fólk og vel má hugsa sér mæður messa þær yfir dætrum sínum til að herða þær gegn freistingum heimsins. Til ungu mannanna eru gerðar þveröf- ugar kröfur, sérstaklega þegar karlarnir taka þá með sér í helgarferðir til að kenna þeim á lífið. Aberandi er hve þeir hærra settu eru fyrir það að brjóta siðgæðisreglur samfélagsins, bændur, húsfreyjur og þá sérstak- lega prestarnir, nokkuð sem vafalaust á rætur í veruleikanum. Viðhorf- ið til þeirra er hins vegar ólíkt. I draumsýn vinnukonunnar eða viðvörun uppalandans hefnist húsfreyjunni rækilega fyrir syndir sínar meðan ekkert kemur fyrir kvennamennina, þeir njóta fremur virðingar og öfundar og eru fyrirmyndir þeirra ungu þó þeim takist ekki að fylgja þeim eftir. I ástum huldukvenna og mennskra manna eru það alltaf þær sem eiga frumkvæðið og áherslan er á hinum líkamlega þætti. Huldukonur eru sífellt að eltast við karlmenn og refsa þeim sem ekki vilja þýðast þær. Jafnvel þegar þeir flytja til þeirra í álfheima er sama uppi á teningnum, „hann varð strax að fara að sofa hjá henni,“ segir á einum stað. Þessu er öfugt farið í ástum huldumanna og mennskra kvenna. Unnusti selmat- seljunnar er óskmynd hins rómantíska, tillitssama og trygga elskhuga, hjálpar henni við verkin í selinu meðan hún er ólétt, firrir hana vandræðum með því að taka að sér barnið og springur af harmi þegar hann fær hana ekki. Aðrar stúlkur flytja í steininn og una þar hamingju- samar upp frá því, því eiginmaðurinn er alltaf svo góður við þær. Manni gæti dottið í hug að eitthvað hafi skort á það í mannheimi. Andstæða þessara eru mennskir menn sem eiga vetursetu í álfheimum, barna huldustúlku, hlaupast svo frá öllu saman og neita að gangast við barninu sínu þó það kunni að bitna illa á móðurinni sem stundum á sér sams konar föður og selmatseljan. Engir fá verri refsingu en þessir menn, hvort sem þar er á ferð óskhyggja svikinna kvenna eða uppeldis- boðskapur mæðra til sona sinna til mótvægis við þann sem fyrr var nefndur. I stuttu máli má segja að konurnar dreymi um ást, falleg föt, góðan mann og sómasamlegt gjaforð og hafi ekkert á móti því að ná sér niðri á vondum húsfreyjum og kvennabósum í leiðinni. I karlasögunum flétt- ast hins vegar saman draumar um holdlegar ástir og óttinn við þær kröfur sem þeim fylgja, bæði að því er varðar kyngetu og ábyrgð á afleiðingunum. Sá mikli ótti sem mönnum stendur af huldukonunum er raunar merkilegt fyrirbæri, hliðstæða við hann kemur varla fyrir í sambandi við huldumenn og mennskar konur. Er þessi hræðsla e.t.v. 335
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.