Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 95
Ævintýr í Moskvu Samkomuhúsinu á Akureyri um heimsókn stúdentasendinefndarinnar til Sovétríkjanna. Kölluðu Akureyrarblöðin hann fyrsta „Alþýðufræðslu- fyrirlestur Stúdenta-félagsins“. Handrit Davíðs að þessum fyrirlestri mun nú vera glatað.53) Hann var fjölsóttur og skýrðu blöðin á Akureyri all-rækilega frá honum. Af frásögn- um þeirra má ráða að Davíð hafi gert sér far um að leggja hlutlægt mat á menn og málefni í Sovétríkjunum. I Verkamanninum segir 26. mars 1929: I sambandi við frásögnina, og á undan henni og eftir, ræddi hann um þetta merka og margumrædda land og kom víða við. Þótti honum hráskinns- leikurinn, sem háður hefir verið í íslenskum blöðum um Sovjet-Rússland harla fávíslegur og ómannlegur. Annars vegar rakalaust níð, en hins vegar blint dálæti, en báða málsaðila skorti nauðsynlega þekkingu á Rús[s]landi til að geta sagt nokkuð um þessi mál af viti. Þá gaf ræðumaður stutt yfirlit yfir ástandið fyrir styrjöldina miklu, orsakir byltingarinnar, og hvað Sovjet- stjórninni hefði orðið ágengt síðan hún tók við völdum, og hvert væri það takmark er hún stefndi að. Inn í alt þetta var ofin skemtileg frásögn frá stúdentaförinni, fagrar og hrífandi, eða ömurlegar, lýsingar á víxl, og alt erindið kryddað með miskunnarlausri ádeilu á allan þann ósóma, er vestur- þjóðirnar sýndu hinni merkustu tilraun, er gerð hefir verið, til þess að brjóta þjóðunum nýjar leiðir til farsældar. Norðlingur, sem var íhaldsblað, sagði 30. mars 1929: Davíð hóf mál sitt á því, að benda á, að um enga þjóð hefðu Islendingar rætt og ritað meira á síðustu árum, en Rússa, og engin þjóð hefði hlotið fávíslegri dóma en þeir. Um þá hefðu fylgismennirnir vafið hálfgerðum dýrðarljóma, en hatursmennirnir gert þá þá [svo] að djöflum. Alt hefði farið út í öfgar á báðar hliðar. Orðin: Rússland, Lenin og Bolsjeviki, hefðu verkað á suma eins og ódaunn, og þeir hefðu lagt á flótta, á aðra eins og æsandi lyf, og gert þá trylta. En sú stjórnarstefna, sem bylti um heimsríki á stuttum tíma, og fengi miljónir manna undir merki sitt, væri ekki neinn hjegómi eða goluþytur, og yrði eigi sleginn til jarðar með smáborgaralegri fyrirlitningu. Þjóðskipulagsbreyting væri heldur ekkert nýtt í sögunni. Og jafnaðarmenn mundu heldur ekki vera búnir að finna hið eina rjetta fyrirkomulag. Engin ein kynslóð fyndi allan sannleikann. Þjóðirnar hefðu skift um guði, því skyldu þær þá ekki breyta um þjóðskipulag. Dagur birti lengsta frásögn af fyrirlestrinum 4. apríl 1929 og sagði þar m.a.: Ræðumaður byrjaði á að fara nokkrum orðum um alt það, sem hefir verið ritað og rætt um Rússland hér á landi hin síðari árin, þótti honum, sem það 341
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.