Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 101
Ævintýr í Moskvu
í útgáfu sinni á Ljódum Davíðs kemst Ólafur Briem svo að orði:
Davíð fór í heimsókn til Sovjetríkjanna 1928. En lítil áhrif virðist sú ferð
hafa haft á skáldskap hans, ef borin er saman við Italíuferðina nokkrum
árum fyrr. Aðeins tvö kvæði eftir Davíð eru með yrkisefnum úr Rússlands-
ferðinni: Vodka og Rússneskur prestur.i:)
Þeim sem hér heldur á penna þykir þó líklegt að þau tvö kvæði, „Söngur
galeiðuþræla" og „Rauði riddarinn", sem í Nýjum kvaebum standa næst á
eftir framantöldum ótvíræðum Rússlandskvæðum, eigi sér einnig rætur í
hugsunum skáldsins um reynslu sína austur þar. Lesa má „Söng gal-
eiðuþræla" sem bölbæn yfir kúgun keisara og kirkju hins forna Rússa-
veldis:
Heyr kvein þeirra, er gæfunni glata
og gátu ekki flúið þann dóm
að verja það vald, sem þeir hata,
og visna í laganna klóm.
Heill þeim, sem helstafi yrkja
um harðstjórans ríki og völd.
Vei, vei, þér kóngur og kirkja
og gráa, guðlausa öld."’
Framtíðarsýn ljóðsins er þó ekki lausn eða frelsun byltingarinnar heldur
glötun í framhaldandi þrælkun:
Með níðingum skulu þeir nefndir,
sem neituðu okkur um grið,
og blóð okkar boðar þeim hefndir
og bölvun í sjöunda lið.
Við bíðum á brimsorfnum fjölum
sem brennimerkt, lifandi hræ.
Við hljóðum af helvítis kvölum,
uns galeiðan sekkur í sæ."1
„Rauði riddarinn" birtir samt enn válegri framtíðarsýn. Riddarinn rauði
með sigð í höndum — tákn byltingarinnar — samsamast riddaranum svarta
með ljáinn — tákni dauðans.
Svo einmana verður enginn,
að ekki sé von á gesti,
riddara í rauðum klæðum,
sem ríður bleikum hesti.
347