Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 115
Umsagnir um bxkur neyslubrjálæði hafa forheimskað pabb- ann. Þannig dettur honum aldrei í hug að hann þyrfti að ræða málin við kon- una sína. „Það var líka um að gera að láta hana finna að okkur væri sama. Þess vegna vildi ég ekki skrifa, skilurðu!“ (200) Dæmi um hlutadýrkun eru mörg. „Nei, ég hef engar áhyggjur af því sem mamma þín er að rugla. Eg hef meiri áhyggjur af bílnum.“(82) Og pabbanum dettur ekki í hug annað en að aðrir hafi sama verðmætamat og hann. Bíddu bara þangað til hún fréttir að við séum komnir með vídeó inn í stofu. Þá kemur hún hlaupandi, sannaðu til. Þá sér hún líka hvern mann Geiri hefur að geyma. (47) Þegar vinurinn Geiri er loks nappaður eftir átta ára úthald í smyglinu, þá reynir pabbinn að telja Polla trú um að Geiri sé saklaus. „Að öðru leyti er hann alveg pottþéttur. Þú sérð það . . . Atta ár. Og aldrei neitt vesen fyrr en nú.“ (144) Er fólki með svona ruglaða siðferðis- kennd treystandi til að ala upp börn? Fleira bendir til að höfundur vilji með persónunni pabba Polla vekja upp þá spurningu. Þeir feðgar eru að horfa á sjónvarpið saman. Byssuhvellir. Kjaftshögg. Blóð. — Loksins gátu þeir komið með eitt- hvað almennilegt, sagði pabbi Polla og hrifningin leyndi sér ekki. Þetta sjónvarp er ekki orðið annað en kjaftaþættir. Svona vil ég hafa þetta. Þetta er fínt! Sjáðu! Hann er búinn að skjóta fimm á nótæm. Þegar mað- ur fær vídeóið þá getur maður rakað svona myndum inn á spólur. Nei, nei, sjáðu maður! Þetta er ein tó- matsósa! Þessar gömlu myndir eru langbestar. Lang, langbestar. (83) Polla finnst eftirsóknarvert að eiga stund með pabba sínum. Hann hlakkar þess vegna til þegar þeir hafa ákveðið að grilla á svölunum eitt kvöldið. En pabbi fer á fyllerí og kemur heim með kínverskar pönnukökur af Aski og segir „ . . .við höfum nógan tíma seinna til að gera allt mögulegt." (68) En Polli getur ekki treyst orðum pabba síns þegar hann seinna stingur upp á að þeir geri eitthvað skemmtilegt. Þrátt fyrir það finnst honum gott þegar pabbi hefur uppi góð áform þó svo aldrei verði neitt úr þeim. „Það var svo auðvelt að fyrir- gefa honum allt, þegar hann var svona góður!“ (167) Fyrir mestum vonbrigðum verður þó Polli með pabba sinn í lokin þegar hann uppgötvar að hann hefur alla daga verið að þamba áfengan bjór sem Polli hélt að væri pilsner. Polli sem var búinn að hringja í mömmu sína til Spánar og segja henni að pabbi væri hættur að drekka, og hún ætlaði að koma heim. En pabbi hyggst slá striki yfir fortíð- ina og byrja nýtt líf. Hann ætlar ekki að ræða málin við mömmuna eða gera neitt upp, hvað þá líta í eigin barm og íhuga stöðu sína. „Nú gleymum við öllu sem á undan er gengið og erum ekkert að minnast á neitt við mömmu þegar hún kemur, er það nokkuð?" (203) Fullorðinn lesandi hugsar væntanlega með sér að þetta gangi aldrei og börn eru líklega búin að sjá í gegnum pabb- ann eins og Polli og þora ekki að trúa þó að hann sé góður. Mér finnst persóna pabbans trúverðug og vel gerð 361
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.