Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 118
Tímarit Máls og menningar
„Sætu strákarnir" sem sagan er við
kennd eru aðvífandi menn sem ganga í
augun á sögukonu og fara oftar en ekki
á fjörurnar við hana, og þá er viðburður
ef hún stenst þá.
Afstaða stúlkunnar í bókinni til þess-
ara „sætu stráka" og sjálfrar sín hafa
mjög farið fyrir brjóstið á kynsystrum
höfundar meðal ritdómara. Er þá einatt
vitnað til orðaskipta hennar og Homm-
ans varðandi „strák“ sem hún hefur boð-
ið heim:
„Eg vona að hann sé farinn," segi
ég. „Annars neyðist ég sjálfsagt
til að sofa hjá honum í nótt. Ég
nenni ekki að sofa hjá neinum
núna.“
„Því þá vera að því?“ spyr
Homminn og horfir undarlega á
mig. „Þú getur þá bara sagt nei.“
Já auðvitað get ég það,“ segi ég,
„en þú veist hvernig þetta er. Það
er ekki alltaf svo gott að segja
nei, gæinn býst kannski við ein-
hverju af manni, það er einsog
maður sé búinn að Iofa ein-
hverju. Það er svo kjánalegt að
segja nei, ekki síst ef maður bauð
þeim með sér heim.“
(90)
Þrátt fyrir skynsamlegt svar Homm-
ans þess efnis að frelsi í kynferðismálum
sé í því fólgið að segja nei ekki síður en
já og að hún eigi líkama sinn sjálf, kem-
ur í ljós nokkrum stundum síðar að hún
er enn við sama heygarðshornið.
Höfundur á auðvitað fullan rétt á því
að leggja sögu sína í munn hvers konar
persónu sem er, að því tilskildu að það
henti og hæfi lögmálum sögunnar.
Aður en við leggjum mat á það atriði
skulum við huga að sjálfslýsingu þessar-
ar persónu. Hún segist vera hugmynda-
og framkvæmdalaus (7), vanta viljastyrk
(9), sljó og heilastarfsemin í lágmarki
(17), ístöðulaus og fyrirhyggjulaus (56),
o. s. frv. Fram kemur að hún hefur ekki
alltaf verið þannig, áður var hún virk,
hress og áhugasöm (17, 72), en ekki er
sagt hvað breytingunni veldur. Það eina
sem lesandi getur ráðið í af sögunni, og
það með talsverðum líkindum, er að or-
sakarinnar sé að leita í sambandi stúlk-
unnar við skrifstofumanninn. En eins
og stúlkan bælir sársaukann innra með
sér víkur höfundur sér undan því að
takast almennilega á við niðurlægingu
aðalpersónunnar. Því kannski er þetta í
raun saga um bældan sársauka, ekki um
sæta stráka.
Satir strákar kemur víða við og því er
brugðið upp nokkuð glöggri mynd af
vissum hliðum Reykjavíkurlífs sem að
vísu eru hættar að vera nýnæmi í ís-
lenskum skáldsögum. Bókin er víða lip-
urlega skrifuð, til dæmis verður
heimsóknin til skáldsins og persónulýs-
ing hans meinleg og sannfærandi. Fleiri
dæmi mætti nefna:
Vorið tefur fyrir mér næsta
morgun. Ég tek ekki eftir því
fyrst í stað, svaf yfir mig og er
því sein fyrir. Svo hóar í mig tré,
loðið af grænku og bendir mér á
sig og heiminn allan. Uppúr því
hægi ég á mér. Það er engu líkara
en náttúran hafi á einni nóttu
umbreyst í óðan málarasvein og
slett litum hvar sem hún kom því
við. Himinninn er sóllýstur og
skærblár með örfáum fáránlega
hvítum skýjum. (11)
En þrátt fyrir góða spretti hér og þar er
sagan undarlega ómarkviss. Höfundur
gengur ekki á hólm við neitt af viðfangs-
364