Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 119
Umsagnir um brekur efnum sínum — og fyrir bragðið verður árangurinn afþreyingarsaga sem skilur fátt eftir að lestri loknum. Þorleifur Hauksson. SÍÐBÚIN UMFJÖLLUN UM TVÆR VERÐLAUNABÆKUR FRÁ BARNAÁRI Bækurnar tvær sem fjallað verður um í þessum ritdómi, Lyklabarn og Undir regnboganum, hlutu fyrstu verðlaun hvor í sinni verðlaunasamkeppninni sem efnt var til í tilefni barnaárs Samein- uðu þjóðanna 1979. Lyklabarn hreppti fyrstu verðlaun hjá bókaútgáfu Máls og menningar en Undir regnboganum fékk fyrstu verðlaun hjá Ríkisútgáfu náms- bóka. Hér verða þessar bækur athugaðar með tilliti til hugmyndafræði og list- rænna vinnubragða höfunda. Fyrst verður fjallað um hvora bók fyrir sig, en síðan verða bornar saman þær leiðir sem höfundar fara til að koma boðskap sínum til skila. Lyklabarn eftir Andrés Indriðason (1979) segir frá tíu ára stelpu, Dísu, sem er sárlega vanrækt af foreldrum sínum. Sagan hefst í byrjun sumars og lýkur rétt áður en skólar hefjast að hausti. Dísa er nýflutt í hálfbyggt hverfi með foreldrum sínum og þriggja ára bróður, sem hún gætir á daginn meðan foreldr- arnir vinna. Við fylgjumst með því hvernig Dísu gengur að aðlagast nýjum aðstæðum. I fyrstu saknar hún gömlu félaganna og skilur ekki hvers vcgna þau þurftu að flytja úr gömlu íbúðinni þar sem henni leið svo vel. Dísa er þó ekki lengi að eignast nýja vini og þegar frá líður er hún orðin reglulega ánægð með tilveruna. En þá dynur reiðarslagið yfir, pabbi og mamma ákveða að flytja á ný, næsta vor. Sjónarhornið er bundið við Dísu ein- göngu og lesendur sjá umhverfið, að- stæður og fólk með hennar augum, aug- um barnsins. Það umhverfi sem blasir við gerir ekki ráð fyrir börnum, þau eru allsstaðar fyrir. Hvergi er athafnasvæði utan dyra þar sem börn geta leikið sér í friði og áhyggjulaus. Barnaleiksvæði verða síðast til í nýjum íbúðahverfum, þar gengur bíllinn fyrir öllu öðru. Það er meira að segja erfitt að finna hentug- an stað til boltaleikja, því þar sem ekki er gata, þar er bílastæði. Ekki er ástand- ið miklu betra inni hjá Dísu. Þegar for- eldrar hennar eru heima vilja þau vera í friði og þá á Dísa að vera inni í sínu herbergi, þar er hennar staður. Og það er ekki nóg með að hún sé allsstaðar fyr- ir, hún á líka að þegja. Ef henni verður á að koma með athugasemdir eða spyrja um eitthvað sem skiptir hana máli er hún skömmuð fyrir að brúka munn. Margar persónur koma við sögu, bæði börn og fullorðnir. Lýsingin á því hvernig kynni skapast smátt og smátt milli krakkanna er mjög sannfærandi og persónusköpun er vandvirknisleg. Una, vinkona Dísu, er stjórnsöm og dálítið frek og þær vinkonur eru algjörar and- stæður. Dísu skortir allt sjálfstraust. Hún fer hjá sér og roðnar þegar ókunn- ugir yrða á hana og hún lætur aðra stjórna sér. Foreldrar Dísu eru mjög einhliða pers- ónur og vont fólk að því er virðist. Þau eru að bisa við að ná lífsstandard sem þau ráða engan veginn við þar eð þau eru láglaunafólk. En þau reyna og reyna með óhóflegri vinnu. Og markmiðið er að eignast sem flottust húsgögn og fínna 365
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.