Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 120
Tímarit Máls og menningar
hús. Minna máli skiptir að eiga ánægð
og frjálsleg börn enda verða börn þeirra
óþyrmilega fyrir barðinu á þessu brjál-
æðislega kapphlaupi um lífsgæðin.
Þrátt fyrir pot og príl foreldra Dísu er
ekki merkjanlegt að þau kunni að njóta
þeirra lífsgæða sem þau afla með ærinni
fyrirhöfn. Þvert á móti eru þau óánægð
og alltaf í leit að einhverju meira og
flottara. Og það er ekki að sjá að skiln-
ingur, væntumþykja og tillitsemi ein-
kenni heimilislíf þeirra. Eina skiptið
sem pabbi Dísu er virkilega ánægður er
þegar hann tilkynnir henni raðhúsa-
kaupin í Mosfellssveit. Þá spígsporar
hann um stofuna brosandi út að eyrum
og getur í hvorugan fótinn stigið af
monti. Og þegar hann hefur útlistað öll
flottheitin fyrir Dísu segir hann: „Þetta
er flott! En það verður vinna. Mikil
vinna.“ (bls.127) Og þá er pabbi aldeilis í
essinu sínu.
Algjör andstæða foreldra Dísu er
Guðfinna, nágranni þeirra í blokkinni.
Hjá henni á Dísa athvarf þegar eitthvað
bjátar á. Guðfinna er notaleg eldri kona
sem býr ein og vinnur ekki úti. Hún
hefur því nægan tíma til að líta til með
börnunum. Reyndar hefur Guðfinna
jafn mikla þörf fyrir félagsskap barn-
anna og þau fyrir umhyggju hennar.
Þegar Árni, dóttursonur Guðfinnu,
dvelur hjá henni vikutíma kynnist Dísa
nýjum viðhorfum um samband foreldra
og barna. Arni, sem er jafnaldri Dísu,
nýtur virðingar og jafnréttis hjá foreldr-
um sínum og réttur hans sem fullgildrar
manneskju er virtur. Dagurinn sem
Dísa fer í ferðalag með Guðfinnu, Arna
og pabba hans er henni mikils virði.
Þennan dag er Dísa tekin sem jafningi
hinna fullorðnu en slíku hefur hún ekki
átt að venjast. I sambandi Dísu og for-
eldra hennar er Dísa alveg réttlaus. En
með sambandi Árna við foreldra sína
vill höfundur sýna hvernig koma á fram
við öll börn. Þau eiga að njóta virðingar
og tillitssemi engu síður en fullorðnir.
Aðalpersónan í Undir regnboganum
eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur (1980) er
Dagga. Hún er ellefu ára og á heima á
Breiðuvík sem er sjávarþorp norðan-
lands. Þegar sagan hefst er Birna, móðir
Döggu, á sjúkrahúsi og Dagga á að fara
til Maríu móðursystur sinnar í Reykjavlk.
Heimili Döggu á Breiðuvík er sérlega
snyrtilegt. Mömmu Döggu er fyrir öllu
að allt sé fínt og fágað á heimilinu og
„hún snoppungaði þá sem með um-
gengni sinni reyndust þess óverðugir að
dvelja þar innan dyra“ (bls.5). Pabbi
Döggu, Sigurður, er lengst af á sjó, enda
þarf hann að þéna mikið, bæði fyrir
heimilinu og afborgunum af nýja sum-
arbústaðnum. Þrátt fyrir góð efni og
snyrtimennsku virðist lítið fara fyrir
lífshamingju á þessu heimili og minn-
ingar Döggu frá dvöl í sumarbústaðn-
um eru bundnar við skammir og rifrildi
foreldra hennar (bls.6—7).
Dagga hlakkar ekki til að fara til
Reykjavíkur því „þar er allt vitlaust,
meira að segja voru þar þjófar og eitur-
lyfjasjúklingar út um allt“ (bls. 15). En
suður fer hún og á Brekku, heimili
móðursystur sinnar, kynnist hún öðr-
um lífsviðhorfum en hún á að venjast. Á
Brekku búa María og Karl maður henn-
ar, Dagný amma Döggu og krakkarnir
Ella, Magga, Fannar, Fema og Flóki.
Einnig er nágranni þeirra Runki næst-
um því eins og einn af fjölskyldunni.
Þrátt fyrir þennan fjölda er hér ekki
sífellt nudd og skammir eins og heima á
Breiðuvík. María situr róleg og hlustar á
börnin sín þótt allt sé á tjá og tundri í
kringum hana og fullt tillit er tekið til
þess sem börnin hafa fyrir stafni.
366