Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 15
Vésteinn Ólason Bókmenntarýni Sigurðar Nordals I Sigurði Nordal var tamt að nota orðið ritskýring um einn þátt í ævistarfi sínu. Það nær yfir og út fyrir merkingarsvið orða sem mjög verða notuð í þessari grein: bókmenntarýni og túlkun, en ég hef með nokkru hiki ákveðið að láta hið fyrrnefnda standa í fyrirsögn. Það ætti ekki að koma að sök, fremur hið gagnstæða, að lesandinn rekist á önnur hugtök og fræðiheiti í texta mínum en því sem haft er eftir viðfangsefninu. Etv. getur það minnt hann á að ég er að reyna að sjá Sigurð og meta úr nokkurri fjarlægð, frá öðrum sjónarhól en þeim sem hann stóð sjálfur á, þótt mér sé fullljóst að ég hvorki get né kæri mig um að afneita þeim djúptæku áhrifum sem hann hafði á mína fræðigrein og einkum ástundun hennar við Háskóla Islands. Annað og veglegra heiti á þessum línum, eins og t. d. „Sigurður Nordal og íslenskar bókmenntir" hefði gefið fyrirheit sem rými og aðstæður leyfa mér ekki að efna. Það er ekki að öllu leyti auðvelt eða eðlilegt að taka einn þátt út úr ævistarfi Sigurðar Nordals og gera að viðfangsefni, og þó er það óhjákvæmi- legt. Um hálfrar aldar skeið setti hann svip á íslenskt þjóðlíf með ritum sínum og ræðum, kennslu og samtölum. I vitund þjóðarinnar varð hann að heilsteyptu tákni sem var eitthvað meira en summan af því sem hann sagði og gerði. Það bíður betri tíma, og höfundar, að skrifa sögu hans og túlka ævi hans og störf í samhengi við sögu þess tíma sem hann lifði, meta áhrif aldar- innar á hann og hans á öldina. Þó mun það óhjákvæmilega fara svo að sá sem tekst slíkt verk á hendur, mun þurfa að skipta viðfangsefni sínu í ýmsa þætti áður en hann getur dregið niðurstöður saman í eina heild, og þá kann það að verða að einhverju gagni sem aðrir hafa velt fyrir sér þótt ekki hafi þeir komist langt áleiðis. Bókmenntarýni, viðleitni til að skýra og túlka fyrir öðrum merkingu og þýðingu þess besta í íslenskum bókmenntum, hygg ég að hafi verið merki- legasta nýmælið í ritum Sigurðar Nordals um íslenskar bókmenntir og etv. það sem var honum sjálfum hjartfólgnast. Það er því nauðsynlegt fyrir síðari 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.