Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 17
Bókmenntarýni Sigurðar Nordals Þýzk áhrif báru þá ægishjálm yfir norrænni málfræði, ritskýringu og bók- menntasögu, og þau gera það enn að mestu leyti, að því er snertir íslcnzk fræði. Frakkar höfðu að vísu margt lært af Þjóðverjum . . . En þeim hætti síður en þýzkum og norrænum fræðimönnum við að kafna í lærdómnum, í sí- felldum undirbúningi einhvers, sem aldrei var gert. Þeim var stundum álasað fyrir að vera ekki nógu smásmugulir vísindamenn. Það vakti tortryggni, að þeir skrifuðu ljóst og læsilega, voru mannlegri í hugsun, undu ekki við af- markað sérsvið, vildu láta árangur fræða sinna verða arðbæran fyrir þjóð- menningu og lífsskoðun samtíðarinnar. (Bls. 11 — 12) Pósitívismi í bókmenntafræði og natúralismi í bókmenntum héldust mjög í hendur og voru raunar af einni rót. Samtímis því sem Sigurður Nordal var að vinna fyrstu fræðistörf sín, í anda pósitívismans, var hann hugfanginn af þeim skáldskap, sem var vísvitað andóf gegn natúralismanum, og orti sjálfur. Það var því harla eðlilegt að hann skynjaði þessi athafnasvið sín sem andstæður, að í honum togaðist á skáld og fræðimaður og mundi varla verða vært í sambýli til lengdar. Sú stefna, sem fræðistörf Sigurðar tóku frá því um 1918 er hann varð prófessor við Háskóla Islands, sýnir að hann hefur notað síðari námsár sín, styrjaldarárin, til að brjóta fræðimannshugsjónina til mergjar og móta fræðimennsku sinni stefnu sem veitt gæti andlegum kröft- um hans fulla útrás, fremur en að hann hafi valið hlutverk fræðimannsins og hafnað skáldinu. I raun og veru hafnaði hann líka því fræðimannshlutverki sem hann hafði þegið í arf frá fyrirrennurum sínum. Nú er ekki svo að skilja að Sigurður Nordal hafi hafnað öllu sem hann hafði lært í skóla pósitívismans, að uppgjör hans hafi verið jafnróttækt og þeirra samtímamanna sem lengst gengu. Því fór fjarri. A sama hátt og hann sá blómaskeið sagnaritunar sem ávöxt af samruna andstæðna vildi hann í sínu eigin starfi sameina þær andstæður sem togast höfðu á um hann sjálfan. Við textafræði og bókmenntasögu jók hann nú bókmenntarýni og túlkun. Markmið fræðimennskunnar var ekki lengur bundið við að grafa upp sögu- legar staðreyndir og orsakasamhengi, heldur skyldu staðreyndirnar gæddar lífi af persónulegum skilningi fræðimannsins, hin fornu verk lífguð við og gerð að persónulegri eign viðtakenda. Þessi stefna leiddi hann þó ekki til að takmarka sig við túlkun einstakra verka, því að endanlegt markmið var bók- menntaleg og söguleg yfirsýn þar sem einstök verk birtast í víðara sam- hengi. Það samhengi sem Sigurður Nordal einbeitti sér að var þjóðlegt ís- lenskt samhengi. I því koma vitaskuld fram áhrif þessara tíma, þegar for- ystumenn í andlegu lífi þjóðarinnar einbeittu kröftum sínum að því að vekja sjálfsvitund og sjálfstraust þjóðarinnar samtímis því sem hún var að vinna sér stjórnmálalegt sjálfstæði. Annars verður þjóðernishyggja Sigurðar ekki til frekari umræðu í þessari grein. 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.