Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 18
Tímarit Máls og menningar III A fyrstu starfsárum sínurn við Háskóla Islands birti Sigurður Nordal lengri og skemmri rannsóknir af sviði fornbókmennta, þar sem rannsóknastefna hans birtist fullmótuð. Er þar einkum að nefna ritgerðirnar „Björn úr Mörk“ (Skírnir 1919) og „Atrúnaður Egils Skalla-Grímssonar“ (Skírnir 1924), ritið um Snorra Sturluson (1920) og Völuspárútgáfuna (1923). Frá sama tíma eru einnig ritgerðir (upphaflega ræður við hátíðleg tækifæri) um Matthías Jochumsson (Skírnir 1921) og Grím Thomsen (Skírnir 1923) ásamt ritgerðinni um Samhengið í íslenzkum bókmenntum í upphafi Islenzkrar lestrarbókar 1400—1900 (1924). I bókinni um Völuspá, þar sem Sigurður er að rekja rannsóknasögu kvæð- isins, kemur skýrt fram viðhorf hans til eldri rannsókna á norrænum bók- menntum, hvað hann hafði við þær að athuga og hvers honum þótti einkum vant. (Sjá bls. 27—31). Þessi orð gefa meginviðhorfið til kynna: Látum aðra um þetta, — segja ritskýrendur og fornfræðingar vorra daga. — Látum aðra um að leita að „andanum". Vér erum hvorki heimspekingar né prédikarar. I þessum skoðunarhætti er bæði skammsýni og hugleysi. Svo framarlega sem menn fara að fást við andlega hluti, eiga þeir ekki að nema staðar, fyrr en að andanum er komið. Svo mikill ljóður sem það er á fræðimanni að leggja andríki sjálfs sín inn í annarra rit, þá er hitt engu síður ábyrgðarhluti að eigna verkum löngu liðinna stórmenna eigið andleysi og reyna að hneppa þá í stakk, sem sniðinn er við dverga hæfi. (Bls. 29 — 30) Markmiðið var sem sagt að finna andann í skáldverkunum og gera hvort tveggja í senn, að setja hann í sögulegt samhengi og leita þess einstæða í hverju verki, eða eins og Sigurður orðar það: Ritskýringin kafnar undir nafni, nema hún taki ritin bæði sem hlekki í rás við- burðanna og sjálfgilda einstaklinga, fylgi höfundunum þær leiðir, sem þeir sjálfir hafa gengið. (Sst., bls. 29) Miðað við rannsóknir í norrænum fræðum á þessu tímaskeiði er nýmæli þessarar stefnuskrár fólgið í áherslunni á hið einstæða og í tengingu þess við persónuleika höfundar, en hin eiginlega túlkun á Völuspá kemur einmitt fram í lokakafla ritsins, sem nefnist Skáldið. A blómaskeiði rómantísku stefnunnar um 1800 hófst til vegs hugmynd um ferli bókmenntanna í líkingu samtals: Menn tileinka sér merkingu skáld- verks (eins og fleiri texta) með því að lesa það sem boð frá ákveðnum ein- staklingi, skáldi eða höfundi. Textinn er þá búningur þessara boða og starf túlkanda í því fólgið að flysja búninginn af til að komast að boðunum sjálf- 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.