Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 24
Tímarit Máls og menningar annan skáldskap og aðra texta en í eigin lífsreynslu, og er því marklaust að endurgera lífsreynslu skálds út frá kveðskapnum, (t.d. hvort það hefur farið í veislur, til útlanda eða misst barn). I öðru lagi, og það skiptir meira máli, er rangt að líta á hugmyndirnar, tilfinningarnar, inntak textans sem eitthvað sem hefur átt eða gæti átt tilveru utan textans, áður en hann varð til; merkingarmyndunin fer fram við samningu textans, og síðan við lestur hans, og þótt margvísleg lífsreynsla skáldsins hafi gert það að þeim manni sem orti kvæðið eða setti saman söguna, er það ekki þessi lífsreynsla sem er viðfangsefni bókmenntafræðinnar. Merkingarheimur kvæðis eða sögu er nýr veruleiki, en ekki nýr búningur um gamlan veruleika. Af þessu leiðir að sú heild þar sem leitað er að staðfestingu túlkunar er ekki persóna sem eitt sinn át og drakk, gladdist og þjáðist, heldur ákveðinn texti, ákveðið textasafn (t.d. verk eins höfundar), ákveðin bókmenntahefð. I frægri grein sem T.S.Eliot birti árið 1919, „Tradition and the Individual Talent", hafnar hann þeirri skoðun að verkefni skáldsins sé að tjá persónu- leika sinn og reynslu og segir m. a.: . . . the poet has, not a “personality” to express, but a particular medium, which is only a medium and not a personality, in which impressions and ex- periences combine in peculiar and unexpected ways. (Selected Prose, bls. 28) Hér heldur Eliot því fram að viðfangsefni skáldsins sé ekki að tjá persónu- leika, heldur vinni það með tjáningartæki eða miðil, þar sem áhrif og reynsla tengjast á sérstæðan og óvæntan hátt. M. ö. o., í kvæðinu verður til eitthvað alveg nýtt þótt það sé gert af nokkru efni. Eliot hafnar hinni rómantísku kenningu um innblástur, „himinsenda andagift", kenningu sem mér virðist Sigurður Nordal aldrei hafa yfirgefið þótt honum væri fullljóst að hún var vandmeðfarin. Hugmyndin um textann sem búning ákveðins efnis felur í sér þá hættu að rýnandi leggi minni rækt við hina fullgerðu heild en það sem hann telur að búi innan í forminu. Þegar við þetta bætist að hugmyndinni eða tilfinning- unni er ætlað eiginlegt aðsetur utan textans er hætt við að kvæðið eða sagan, tilefni áhuga á persónu skáidsins, falli í skugga persónunnar og sé ekki gefinn svo rækilegur gaumur sem vert er. Vandinn sem fylgir þessari að- greiningu efnis og forms kemur ákaflega skýrt í ljós þegar fjallað er um misheppnuð verk. Eins og Sigurður Nordal bendir á í grein sinni „Viljinn og verkið", sem upphaflega birtist í Vöku 1929, er ekki ólíklegt að mis- heppnuð skáldverk hafi getað kviknað af jafn göfugum hugmyndum, heitum tilfinningum, miklum innblæstri og fullgild list: 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.