Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 29
Gunnar Karlsson Saga í þágu samtíðar eða Síðbúinn ritdómur um Islenska menningu Sigurðar Nordal Svo mikils sem nemendur Sigurðar Nordal meta hann heyrist stundum á þeim að hann hafi verið nokkuð glannalega djarfur að álykta af rýrum heimildum og litlum líkum, jafnvel að hann hafi átt til að draga upp þannig myndir af sögupersónum sínum að þær líktust honum sjálfum fullmikið. Það hefur verið haft á orði að Egill Skallagrímsson Nordal hafi ekki verið alveg sá sami og Egill Skallagrímsson sögunnar, Snorri Sturluson Nordal ekki sá sami og Snorri Sturluson í Sturlungu. Eg er ekki viss um að menn hafi áttað sig á því sem skyldi að þessi tilhneiging er næstum óhjákvæmileg afleiðing af viðhorfi Sigurðar til fræða sinna, fræðilegri aðferð hans og heimspeki. Þetta ætla ég að reyna að skýra hér og lýsa því um leið hvernig fræðileg afstaða Sigurðar birtist í sagnfræðilegri vinnu hans. Ég kýs að ganga eingöngu út frá bókinni Islenskri menningu og sækja öll dæmi mín í hana, enda er hún eina bók Sigurðar sem hlýtur að teljast fremur til sögu en bókmenntasögu. Islensk menning, fyrsta bindi, kom út hjá Máli og menningu árið 1942 og átti að vera upphaf að þriggja binda verki eftir því sem höfundur segir í athugasemd í bókarlok (358). í þessu bindi er fjallað um landnám á Islandi, stjórnskipun þjóðveldis, heiðna trú og eddukvæði, hirðskáld og hirðskáld- skap, og loks kirkju- og stjórnmálasögu til loka þjóðveldis. Höfundur mun hafa hugsað ritið sem eins konar yfirlitsrit yfir sögu landnáms- og þjóðveld- isaldar, að frátalinni sagnaritun sem hlýtur að hafa átt að byrja næsta bindi. Þetta kemur fram í inngangi höfundar (35): „Þótt þessi bók heiti ekki íslendinga saga, er rétt að segja hreinlega, að eg hef reynt að geta hér allra staðreynda úr sögu þjóðarinnar, sem eg tel skipta verulegu máli fyrir hvern Islending að þekkja . . .“ Einhverjum sem þekkir Islenska menningu kann að þykja ég helst til ógagnrýninn á bókina. Eg fjalla ekki um einhliða efnisval þar sem atvinnu- og hagsögu er sleppt svotil alveg. Eg tek ekki dæmi um útúrdúra hans sem stundum virðast býsna langsóttir. Eg rek ekki hve langt ást hans á íslensku 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.