Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 29
Gunnar Karlsson
Saga í þágu samtíðar
eða Síðbúinn ritdómur um Islenska menningu Sigurðar Nordal
Svo mikils sem nemendur Sigurðar Nordal meta hann heyrist stundum á
þeim að hann hafi verið nokkuð glannalega djarfur að álykta af rýrum
heimildum og litlum líkum, jafnvel að hann hafi átt til að draga upp þannig
myndir af sögupersónum sínum að þær líktust honum sjálfum fullmikið.
Það hefur verið haft á orði að Egill Skallagrímsson Nordal hafi ekki verið
alveg sá sami og Egill Skallagrímsson sögunnar, Snorri Sturluson Nordal
ekki sá sami og Snorri Sturluson í Sturlungu. Eg er ekki viss um að menn
hafi áttað sig á því sem skyldi að þessi tilhneiging er næstum óhjákvæmileg
afleiðing af viðhorfi Sigurðar til fræða sinna, fræðilegri aðferð hans og
heimspeki. Þetta ætla ég að reyna að skýra hér og lýsa því um leið hvernig
fræðileg afstaða Sigurðar birtist í sagnfræðilegri vinnu hans. Ég kýs að ganga
eingöngu út frá bókinni Islenskri menningu og sækja öll dæmi mín í hana,
enda er hún eina bók Sigurðar sem hlýtur að teljast fremur til sögu en
bókmenntasögu.
Islensk menning, fyrsta bindi, kom út hjá Máli og menningu árið 1942 og
átti að vera upphaf að þriggja binda verki eftir því sem höfundur segir í
athugasemd í bókarlok (358). í þessu bindi er fjallað um landnám á Islandi,
stjórnskipun þjóðveldis, heiðna trú og eddukvæði, hirðskáld og hirðskáld-
skap, og loks kirkju- og stjórnmálasögu til loka þjóðveldis. Höfundur mun
hafa hugsað ritið sem eins konar yfirlitsrit yfir sögu landnáms- og þjóðveld-
isaldar, að frátalinni sagnaritun sem hlýtur að hafa átt að byrja næsta bindi.
Þetta kemur fram í inngangi höfundar (35): „Þótt þessi bók heiti ekki
íslendinga saga, er rétt að segja hreinlega, að eg hef reynt að geta hér allra
staðreynda úr sögu þjóðarinnar, sem eg tel skipta verulegu máli fyrir hvern
Islending að þekkja . . .“
Einhverjum sem þekkir Islenska menningu kann að þykja ég helst til
ógagnrýninn á bókina. Eg fjalla ekki um einhliða efnisval þar sem atvinnu-
og hagsögu er sleppt svotil alveg. Eg tek ekki dæmi um útúrdúra hans sem
stundum virðast býsna langsóttir. Eg rek ekki hve langt ást hans á íslensku
19