Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 31
Saga í þdgu samtíðar
jafnvel haldið fram að hún geti notið góðs af því að höfundur leggi dálítið af
tilfinningum sínum í hana. Það fylgir þessu viðhorfi að leggja kapp á að
söguritunin þjóni einhverjum tilgangi. Af áhuga á því sprettur eðlilega krafa
um svo skemmtilega sögu að almenningur vilji lesa hana, og þá eru menn
venjulega komnir upp á kant við staðreyndasöfnun vísindahyggjumanna.
Heimspekigrundvöllur sögu af þessu tagi er einkum ættaður frá því sem
stundum er kallað idealismi í grannmálum okkar eða túlkunarfrœði. Megin-
atriðin má segja að séu að draga fram sérstöðu hugvísinda og muninn á
þeim og náttúruvísindum, einkum með því að gera sem mest úr hlutverki
túlkunar og innlifunar í hugvísindum. Þessi viðhorf öðluðust fyrst fylgi
sagnfræðinga í Þýskalandi á 19. öld, og er Wilhelm Dilthey talinn frum-
kvöðull þess.5 Þekktustu söguheimspekingar af sama skóla á okkar öld eru
Italinn Benedetto Croce og Bretinn R.G. Collingwood. Sá síðarnefndi hélt
því fram að sagnfræðingar skildu og skýrðu efni sitt með því að lifa sig inn í
hugarheim sögupersóna sinna, endurhugsa hugsanir þeirra og komast þann-
ig að því hvers vegna þær gerðu það sem þær gerðu. Þessi kenning um eðli
sögulegra skýringa hefur verið kölluð innlifunarkenning á íslensku, og er
hún helsti kostur þeirra sem hafna lögmálskenningunni í söguheimspeki
okkar tíma.6
Líklega má segja að þessi tvö meginviðhorf í sagnfræði greinist einkum að
af því hvort menn beina áhuga sínum og athygli fremur að fortíðinni,
söguefni sínu, eða samtíðinni og viðtakendum sögunnar. Því sting ég upp á
að við nýtum okkur hugtakið „contemporary approach" frá þeim Connell-
Smith og Lloyd, köllum fyrrtalda viðhorfib fortíðarhyggju en hitt samtíðar-
hyggju.
Stefnuyfirlýsing
Sigurður Nordal fylgdi Islenskri menningu úr hlaði með 35 blaðsíðna löngu
forspjalli, og má þar lesa margt um afstöðu hans til söguritunar og tilgang
hans með bókinni. Strax á fyrstu blaðsíðu forspjallsins skopast hann að
þeim fræðimönnum sem ekki hugsa um annað en safna fróðleik (7). Hann
segir að bókin hafi verið lengi í smíðum, ekki af því að það hafi verið
tímafrekt að safna efni til hennar, heldur að losna við það aftur, „svo að
meginatriði yrðu ljós og sem fæstu ofaukið.“ Síðan bætir hann við:
Altítt er, að stórvirkir lærdómsmenn hneykslist á slíkri bókagerð. Hvað
ætti að vera einfaldara en segja hverja sögu eins og hún hefur gengið án þess
að rata í hugleiðingar um meðferð hennar? Þeir ættu samt að vera vorkunn-
samir í dómum um þess háttar basl, þakka heldur forsjóninni, sem hefur
21