Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 33
Saga í þágu samtíðar Samtíðarhyggja í verki Sigurður lætur ekki sitja við orðin tóm. Sjálft meginmál bókarinnar ber öll helstu einkenni sagnfræðirits sem er ritað út frá sjónarmiði samtíðarhyggju. Hér má fyrst nefna það sem blasir fyrst við að höfundur grípur oft til samtímans til samanburðar við söguefni sitt. Kaflinn um söguöld (132—42) er til dæmis að mestu leyti samanburður á þjóðfélagi þess tíma og tíma höfundar. Líka notar höfundur samtímatilvísanir í smáum atriðum og hikar ekki við að taka á viðkvæmum blettum í samtíð sinni til að ýta við lesendum (318): „Þessir frændur [d: Sturlungar] þurftu nýtt athafnasvið (Lebensraum, eins og nú er kallað) fyrir ráðríki sitt . . .“ I annan stað ber efnisval höfundar öll merki þess að vantrú hans á staðreyndasöfnun hafi verið ósvikin. Margur venjubundinn sjálfsagður fróðleiksmoli þjóðarsögunnar er ekki með hér, og nánast aldrei er drepið á nokkurt atriði án þess að það sé tengt við stærri heild og falli þannig inn í þá yfirlitsmynd af þjóðfélaginu sem höfundur vill sýna okkur. Miklu frekar er að höfundur gleymi sér við almennar hugleiðingar sem eiga að skýra söguefnið. I kafla um uppruna íslenskrar menningar skrifar hann til dæmis meira en tvær blaðsíður um hvaða gildi ætterni yfirleitt hafi (77—79). I þriðja lagi fellir höfundur alveg blygðunarlaust gildisdóma sem vísinda- hyggjumönnum þættu óviðeigandi í sagnfræðiriti. Samanburðurinn á sögu- öldinni og 20. öldinni sem ég var að tala um er í rauninni samanburður á ágæti hvors skeiðs fyrir sig. Grunnhugtök kaflans (og fleiri kafla í bókinni) eru sótt í heim mats og gilda en ekki staðreynda. Raunar er kaflinn að mestu leyti mælsk vörn fyrir söguöldina og þjóðveldisskipulagið. Um leið verður hann ádeila á samtíð höfundar, stundum alveg tæpitungulaus (141—42): Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans og hefur víða gert það svo valt, er framar öllu fólginn í fláttskapnum, þegar almenningi er talin trú um, að hann sé kúgaður samkvæmt umboði frá honum sjálfum, eða hann er fyrst féflettur og síðan látinn þiggja sína eigin eign í mútur og náðargjafir. Það er sannast sagt, þótt sorglegt sé, að talsvert af beru ofbeldi, sem menn þora að klóast við, er bærilegt í samanburði við prúðbúið og vátryggt ranglæti. Eftir þessa tilvitnun er kannski óþarfi að taka fram að höfundur rækir vel þá skyldu sagnfræðings sem vill hafa áhrif á samtíð sína að búa rit sitt aðlaðandi stíl. Þó að bókin sé óneitanlega helst til langorð með köflum er textinn slíkt hunang að yndi hlýtur að vera að lesa hann. Eg ætla hér aðeins að taka dæmi um eitt einkenni sem ég held að sagnfræðingar mættu vel læra af, og það er dirfska höfundar að beita óhátíðlegri gamansemi. Þetta gerir hann einkum með því að bera skyndilega og óvænt saman við eitthvað úr allt annarri átt og opna þannig ferska sýn til viðfangsefnisins. Þegar hann er 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.