Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 41
Heimspekin og Sigurdur Nordal
grískra heimspekinga er önnur en orðræðulist skólaspekinga á miðöldum,
og margt er ólíkt með heimspekilegri orðræðulist í Þýskalandi, Frakklandi
og í Bretlandi. Og sama á við ef við horfum til Norðurlanda, heimspeki-
hefðir Dana, Norðmanna, Svía og Finna eru verulega frábrugðnar hver
annarri.
Þetta ber okkur ævinlega að hafa í huga er við fjöllum um íslenska heim-
spekinga. Jafnframt ber okkur að hafa hugfast að í heimspekilegri orðræðu
skipta ekki einstakar kenningar eða hugmyndir yfirleitt meginmáli heldur
hitt hvernig rætt er um efnið, á hvaða forsendum og með hvað í huga.
Fleimspeki samanstendur ekki af neinum tilteknum hugmyndum eða kenn-
ingum, og hún snýst ekki um nein ákveðin efni öðrum fremur (nema ef vera
skyldi um samband manns og heims, og í því sambandi um náttúruna og
hugsanlegan æðri veruleika). Heimspeki er fólgin í því að móta heilstæða
orðrœðu um heiminn, orðræðu sem tengir saman hugmyndir og kenningar,
spinnur vef utan um ótal hugsanir um veröldina, heldur þeim saman svo
unnt sé að skýra þær og rökræða. Hugsanir fólks um náttúruna, æðri
máttarvöld og sjálft sig eru oftast í lausu lofti. Heimspeki er öðru fremur sú
list að grípa þær á lofti og festa í orðræðu þar sem unnt er að skýra þær og
tengja saman, eða — ef þær eiga það skilið — að stinga á þeim eins og
sápukúlum.
Til þess að spinna orðræðu sína beitir heimspekingurinn ákveðnum
brögðum; og hér kemur sérviskan til sögunnar. Heimspekingurinn vill
móta heilstaða orðræðu um heiminn. Þar með gerir hann sig sekan um brot
á einni reglu sem virðist í raun eiga við flestar ræður manna um heiminn,
reglu ósamkvœmninnar. Mannfólkið skeytir yfirleitt ekki um mótsagnir í
hugsunum sínum og orðræðum, nema þegar þær ógna lífi þess og jafnvel
ekki þá. Það vill fullnægja löngunum sínum, hvötum og þörfum, og takist
slíkt ekki (eins og sjaldnast gerist því að maðurinn þráir hið óendanlega),
kemst fólk ekki hjá alvarlegum mótsögnum sem reyna á heilindi þess og
samkvæmni. Ráði það ekki fram úr þessum mótsögnum varpar það sér oft
skilningsvana í náðarfaðm einhverrar trúar.
Heimspekingurinn stundar því orðræðulist sína gegn straumnum. Verk-
efni hans kann að virðast álíka vonlaust og að láta tímann líða afturábak. Við
þessu bregðast heimspekingar með ýmsum hætti og er ekki ætlunin að ræða
það almennt hér, heldur koma að því hvernig Sigurður brást við og mótaði
sína heimspekilegu orðræðu. Hann brást við með því að leita skýringa á
þeirri lifandi mótsögn sem maðurinn er og reyna að finna leiðir til lausnar á
henni.
Þetta stef tekur á sig margar myndir í verkum Sigurðar. Ein merkust
þeirra er í fyrirlestrunum Einlyndi og marglyndi sem hann flutti í Reykjavík
31