Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 43
Heimspekin og Sigurbur Nordal Hér komum við að einu afar þýðingarmiklu í fræðum Sigurðar: Skáld- skapurinn er mikilvægasta leið mannsins til að tjá þá lifandi mótsögn sem hann er og leita lausnar á henni. Oll viðleitni til þess að átta sig á mannlífinu, skilja hvað það merkir að vera maður, hlýtur því að taka mið af skáld- skapnum. Þetta helst í hendur við annað mikilvægt atriði hjá Sigurði, en það er að maðurinn á engan beinan aðgang að sjálfum sér. Hann veit ekki hver hann er og hann hefur engin ráð til þess að þekkja sjálfan sig önnur en þau að reyna að átta sig á þeim hugmyndum, lífsstefnum og verðmætum sem eru þegar að verki í menningu hans og öðlast hafa festu í verkum og orðræðu: í skáldverkum, ljóðum, sögu og heimspeki. Spurningin um manninn, mótsagnir hans eða tvíeðli, er því hjá Sigurði órofa tengd spurningunni um þá menningu sem hann heyrir til. Og fyrir okkur er spurningin um manninn, heilindi hans eða óheilindi, einlyndi hans eða marglyndi, sjálfstæði hans eða ósjálfstæði, öðru fremur spurning um það sem sérkennir líf okkar sem Islendinga. Eg er ekki ég vegna þess eins að ég sé gæddur vitund um sjálfan mig sem einstaka veru aðgreinda frá öllum öðrum verum í heiminum. Ég er ég sjálfur miklu fremur vegna þess að ég tilheyri þessari sérstöku menningu sem gerir mig að Islendingi, gefur mér ákveðnar rætur í heiminum. Til þess að botna í sjálfum mér og gera mér ljós þau verðmæti sem ég kýs, þá lífsstefnu sem ég fylgi, þarf ég að skilja þá menningu sem mennska mín er vaxin úr og er hluti af, þar sem gerðir mínar og hugsanir öðlast merkingu og hugsanlegu festu. Að dómi Sigurðar eru sömu kraftar að verki í sálarlífi manns og menn- ingu, sömu andstæður, sömu þverbrestir eða kostir. Eins og manni hættir til að gera sér falska sjálfsímynd, hættir þjóð til að gera sér ranghugmyndir um sjálfa sig, ala á blekkingum um eigið ágæti eða telja sér trú um að henni sé eitt til lista lagt en ekki annað. „Sagan getur orðið þjóðum sama og sálkönnun einstaklingum, losað þær við ýmiss konar innanmein með því að rekja fyrir rætur þeirra og upptök, gamla hleypidóma, — vofur, sem þær óttast, tálsýnir, sem þær elta.“ segir Sigurður í Islenzkri menningu (s.38). I rannsóknum Sigurðar, hvert svo sem efnið er, helst þetta tvennt í hendur: sjdlfsrýni og sögurýni. Og að baki býr ávallt sama meginhvötin: Hvað merkir að vera Islendingur? Með orðalagi Sigurðar sjálfs í Islenzkri menn- ingu, þá eru rannsóknir hans ævinlega hugleiðingar „um vanda þess og veg- semd að vera Islendingur nú á dógum“ (s. 39). Vandinn er að sjálfsögðu ekki aðeins sá að gera grein fyrir því hverjir við höfum verið, hvaða stefnur eða stefna hefur ráðið í lífi Islendinga. Hann er ekki síður sá að greina þá lífskosti sem Islendingum eru færir, þá möguleika til þroska sem mönnum eru búnir í íslenskri menningu. Þroskinn er lykil- hugtak í fræðum Sigurðar. Lífið sjálft er þroskaferli sem kann að taka nýjar TMM 3 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.