Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 48
Tímarit Máls og menningar
að meta þennan andans mann í húsinu. Hún segir mömmu sinni bréflega að
húsbóndinn sé næsta furðulegur og þar að auki merkilegur með sig. — Það
er ómögulegt, svarar mamma hennar. — Því trúi ég ekki. Hann Siggi, sem
var hvers manns hugljúfi heima í sveitinni okkar. Eg á enn jólakortið sem
hann sendi systur minni sálugu fyrstu jólin sem hann var að heiman. Hann
hlýtur að hafa orðið svona í útlöndum.
Það þótti vinnustelpunni trúlegt. Þess voru svo sem dæmi að menn
umsnerust í útlöndum. Einu sinni hringdi síminn og vinnustelpan svaraði.
Þetta var Islendingur. Hann spurði eftir sendiherra og kvað sig bráðvanta
heimilisfang Sverris Kristjánssonar. Vinnustelpan inn og tjáði húsbónda
sínum þetta.
— Sverrir, sagði gamli maðurinn. — Hann er í símaskránni.
— Ætlið þér þá ekki að tala við manninn? spurði stelpan. (Hún var nú
orðin nokkuð sleip í þéringunum)
— Er þetta ekki Islendingur? spyr gamli maðurinn.
— Jú, segir vinnustelpan.
— Þá er hann læs, segir sá gamli. Meira hafðist ekki upp úr honum það
síðdegi.
Mörg vandkvæði voru kringum símaþjónustu hússins. Oðru sinni hringir
síminn og vinnustelpan skeiðar inn í stofu.
— Síminn til yðar, Sigurður.
En þegar hún kom niður á eldhúsplanið, tók ráðskonan til við sitt
vonlausa og vanþakkláta verk — mannasiðakennsluna.
— Þú átt ekki að segja Sigurður við húsbóndann.
— Heldur hvað? segir stelpan forhert. — Atti ég að segja að síminn væri
til Bjarna?
Bjarni var íslenskur námsmaður í Höfn og var um þessar mundir að skrifa
ritgerð. Til þess hafði hann léð herbergi uppi á lofti. Bjarni var vingjarnlegur
maður, en sagði sjaldan neitt. Hann féll því vel inn í þetta þögla heimili.
Annar námsmaður hafði líka kompu á loftinu og las þar á daginn, Þórir
frændi frúarinnar. Hann var glettinn og spaugsamur. Vinnustelpan færði
þeim stallbræðrum kaffið á bakka um miðjan daginn og sparaði þeim þannig
ferð niður á jarðhæðina. Hins vegar hafði enginn samúð með þeim þó þeir
þyrftu að hlaupa þessa sömu leið á gestaklósettið ef svo bar til. Klósett
hússins voru vandlega stéttskipt. Undir yfirborði jarðar, í kjallaranum, var
að finna vinnufólksklósett. Miklu ofar í virðingarstiganum, uppi á jarðhæð-
inni, var gestaklósett. Og uppi á hæðunum var svo klósett gömlu hjónanna.
Það borgaði sig illa að ruglast í metorðastiga klósettanna. Það gat kostað
allsherjarþvott á hinu misboðna salerni og öll handklæði ný.
Gamli maðurinn hafði yndi af gestum. Ef gestir komu, lék hann á als
38