Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 48
Tímarit Máls og menningar að meta þennan andans mann í húsinu. Hún segir mömmu sinni bréflega að húsbóndinn sé næsta furðulegur og þar að auki merkilegur með sig. — Það er ómögulegt, svarar mamma hennar. — Því trúi ég ekki. Hann Siggi, sem var hvers manns hugljúfi heima í sveitinni okkar. Eg á enn jólakortið sem hann sendi systur minni sálugu fyrstu jólin sem hann var að heiman. Hann hlýtur að hafa orðið svona í útlöndum. Það þótti vinnustelpunni trúlegt. Þess voru svo sem dæmi að menn umsnerust í útlöndum. Einu sinni hringdi síminn og vinnustelpan svaraði. Þetta var Islendingur. Hann spurði eftir sendiherra og kvað sig bráðvanta heimilisfang Sverris Kristjánssonar. Vinnustelpan inn og tjáði húsbónda sínum þetta. — Sverrir, sagði gamli maðurinn. — Hann er í símaskránni. — Ætlið þér þá ekki að tala við manninn? spurði stelpan. (Hún var nú orðin nokkuð sleip í þéringunum) — Er þetta ekki Islendingur? spyr gamli maðurinn. — Jú, segir vinnustelpan. — Þá er hann læs, segir sá gamli. Meira hafðist ekki upp úr honum það síðdegi. Mörg vandkvæði voru kringum símaþjónustu hússins. Oðru sinni hringir síminn og vinnustelpan skeiðar inn í stofu. — Síminn til yðar, Sigurður. En þegar hún kom niður á eldhúsplanið, tók ráðskonan til við sitt vonlausa og vanþakkláta verk — mannasiðakennsluna. — Þú átt ekki að segja Sigurður við húsbóndann. — Heldur hvað? segir stelpan forhert. — Atti ég að segja að síminn væri til Bjarna? Bjarni var íslenskur námsmaður í Höfn og var um þessar mundir að skrifa ritgerð. Til þess hafði hann léð herbergi uppi á lofti. Bjarni var vingjarnlegur maður, en sagði sjaldan neitt. Hann féll því vel inn í þetta þögla heimili. Annar námsmaður hafði líka kompu á loftinu og las þar á daginn, Þórir frændi frúarinnar. Hann var glettinn og spaugsamur. Vinnustelpan færði þeim stallbræðrum kaffið á bakka um miðjan daginn og sparaði þeim þannig ferð niður á jarðhæðina. Hins vegar hafði enginn samúð með þeim þó þeir þyrftu að hlaupa þessa sömu leið á gestaklósettið ef svo bar til. Klósett hússins voru vandlega stéttskipt. Undir yfirborði jarðar, í kjallaranum, var að finna vinnufólksklósett. Miklu ofar í virðingarstiganum, uppi á jarðhæð- inni, var gestaklósett. Og uppi á hæðunum var svo klósett gömlu hjónanna. Það borgaði sig illa að ruglast í metorðastiga klósettanna. Það gat kostað allsherjarþvott á hinu misboðna salerni og öll handklæði ný. Gamli maðurinn hafði yndi af gestum. Ef gestir komu, lék hann á als 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.