Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 49
19 ára í vist
oddi, sagði sögur og skrítlur, hló og skemmti sér. Honum fannst gaman að
bjóða fólki í mat — og ráðskonan var snilldarkokkur. Það fundust ekki aðrir
betri.
Eitt sinn hafði gamli maðurinn boðið einhverjum í mat. Það skyldi vera
nautatunga. Allt hefði þetta sjálfsagt orðið í sómanum ef vinnustelpan hefði
ekki verið búin að fá nasasjón af verkum Nóbelsskáldsins sem var snyrtilega
raðað í stofuskápinn. Og þegar ráðskonan fór út í búð að ná í eitthvað til að
kóróna matargerðina, þá slökkti stelpan á ryksugunni og settist að Nóbels-
skáldinu eins og hungraður úlfur. Hún hrökk upp við að barið var harka-»
lega á eldhúsdyrnar og bílstjórinn kallaði:
— Er kviknað í húsinu?
Æ, reykurinn sveif um alla neðri hæðina og nautatungan var ekki lengur
mannamatur. Og ráðskonan skammaðist og hristi höfuðið og hristi höfuðið
og skammaðist.
— Mér þykir leitt að hafa komið þér í vont skap, sagði vinnustelpan,
sannleikanum samkvæmt.
— Vont skap? hváði ráðskonan. — Eins og skipti máli með skapið í mér.
Það er nautatunga húsbóndans sem um er að ræða. Hverju á ég að ljúga að
honum?
En einhverju fann hún uppá, því svo ærleg var gamla ráðskonan að hún
vildi ekki segja eftir vinnustelpunni, þó hún ætti það margfaldlega skilið.
Þegar stelpan kom í vistina, var frúin (eins og ráðskonan nefndi Olöfu
alltaf) á sjúkrahúsi. Stelpan hlakkaði til að hún kæmi heim, því henni þótti
fremur dauflegt í þessu fína húsi. En í fyrstunni leist þeim lítið hvorri á aðra.
Frúin hafði víst aldrei þekkt svona tryppu eins og nú var orðin vinnustelpa
hjá henni. Og vinnustelpunni var oft dauðbilt við þegar frúnni skaut upp
eins og vofu þar sem síst var von. Hún gekk nefnilega á loðnum inniskóm
sem ekkert heyrðist í.
Skömmu eftir að frúin kom heim kölluðu gömlu hjónin á vinnustelpuna
inn í stofu. Sexfaldur kertastjaki úr silfri hafði beyglast. Hvort vinnustelpan
vissi eitthvað um það?
Jú, vissulega. Hún hafði fellt hann í gólfið fyrir nokkrum dögum þegar
bókaskápurinn hafði tekið fullmikið af tíma hennar og hún var að flýta sér í
tiltektinni. Gömlu hjónin voru gröm og sár. Vinnustelpan tárfelldi. Hún
hafði ekki búist við að ríkisfólk gerði veður út af einum kertastjaka, þó hann
væri úr silfri.
— Eg skal borga þetta, sagði hún að íslenskum sveitasið.
— Það þarf ekki að borga, sagði gamli maðurinn fúll. — Það er óhætt að
brjóta hér allt og bramla þess vegna.
Vinnustelpan góndi bara á þau skilningslaus. Hvers vegna vildu þau lítil-
39
L